Stundum sér maður trailer fyrir kvikmynd sem maður vissi ekki af og hugsar með sér að maður verði að sjá þessa mynd. Aðrar myndir eru þannig að maður þarf ekki einu sinni að sjá trailerinn, það er nóg að heyra nafnið til að vita að þær munu verða snilld. Gott dæmi um þetta er myndin Snakes on a plane sem er væntanleg í bíó. Hvernig gæti þessi mynd verið nokkuð annað en snilld? Snakes on a plane? Maður veit strax um hvað hún er, það eru snákar, það er flugvél, snákarnir eru í flugvélinni. Og í þokkabót leikur Samuel L. Jackson í henni. Þetta verður klárlega mynd ársins!
Úff þú ert heldur betur hugaður að viðra svona eldfimar skoðanir á bíómynd aftur 😉
Kíkti á trailerinn. Þetta lítur út fyrir að ætla að verða versta mynd áratugsins. Nær kannski hálfri stjörnu fyrir titilinn sem er snilld og örugglega mun skemmtilegri í heildina en myndin sjálf. SL Jackson leikur bara í prumpumyndum ef hann leikur ekki fyrir hann þarna Trino.
Úh. En þú verður að sjá Syriana og Donnie Darko (nýjasta uppáhalds).
Donnie Darko er snilld, á hana á dvd. Syriana, já, mig langar soldið að sjá hana, kíki á hana þegar hún kemur á video.
Jesús.. þessi trailer er svakalegur hahahaha 🙂
btw.. talandi um góðar myndir… sástu War games með Matthew Broderick um daginn (http://us.imdb.com/title/tt0086567/) … þar sem hann var að kljást við súperdúper tölvu?? Ef ekki.. þá er hún þess virði að horfa á 🙂