Monthly Archives: March 2006

Síðustu vikur

Hmmm, ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hingað inn! Þetta gæti orðið ansi langt blogg þannig að ég hef það í 6 köflum og byrja á kafla 4.

Kafli 4: Nýtt hús

Við erum búin að kaupa okkur íbúð! Við erum búin að liggja yfir fasteignaauglýsinum á hverjum degi í marga mánuði. Á fimmtudaginn í þarsíðustu viku sáum við svo íbúð í Svarthömrum í Grafarvogi sem okkur leist mjög vel á. Hún er á annarri hæð, er ekki langt inní Grafarvogi, er 4ja herbergja (flestar sem við skoðuðum voru 3ja herbergja), er með suðursvalir, sérinngangi og er í fínu ástandi. Ekki spillir svo fyrir að íbúðin er bara tveim húsum frá Völu og Hjalta :). Við skoðuðum hana á sunnudeginum, gerðum tilboð á mánudeginum, eigandinn gerði gagntilboð og við skrifuðum undir endanlegt kauptilboð á þriðjudeginum. Svo fór eitthvað svona íbúðalánasjóðsferli í gang og við skrifuðum undir kaupsamninginn núna á mánudaginn. Við fáum hana sennilega afhenta 1. maí, en í seinasta lagi 7. maí.

Kafli 5: Sýklarnir gera árás

Á laugardaginn síðasta urðum við öll veik, ég, Karen og Daníel. Ég og Karen fengum gubbupest og Daníel fékk hita. Ég hélt ég væri orðinn hress á mánudaginn og fór uppí vinnu í hálftíma á fund en svo þurftum við að fara með Daníel til læknis því hitinn hjá honum var að rjúka svo mikið upp. Á mánudagskvöldið var ég aftur kominn með hita og er búinn að vera með hann + hausverk og beinverki síðan. Daníel er búinn að vera með háan hita en er laus við hann núna (sjúkrasögu Daníels má lesa í smáatriðum á síðunni hans). Þannig að það er bara búið að vera slappleiki, andvökunætur og hor í lítratali síðustu daga.

Kafli 6: Einar snýr aftur til vinnu

Þessi kafli byrjar vonandi á morgun! Er búinn að vera heima í 5 daga (fyrir utan að fara og skrifa undir kaupsamninginn) og er kominn með snert af cabin fever. Það er takmarkað hversu mikið af E! maður getur horft á í sjónvarpinu. Ég veit orðið óeðlilega mikið um einkalíf Jessicu Simpson. Ég horfði meira að segja á Heil og Sæl endursýnt á Skjá einum í morgun! Að komast aftur í vinnuna verður bara eins og að fara í frí!

Gott sjónvarpsefni

Var að horfa á NFS á sunnudaginn. Þar var í gangi einhver fréttaþáttur (surprise) þar sem gaurinn sat bara við borð og var að lesa upp fréttir úr fréttablaðinu. Þetta er það sem ég kalla gott sjónvarpsefni! Maður í sjónvarpi að lesa dagblað! Af hverju er ekki allt sjónvarpsefni svona? Í staðinn fyrir grínþætti gæti verið maður að lesa Andrésblöð í beinni. Í staðinn fyrir spennumyndir gæti verið maður með gott Tarzan blað og myndavél yfir öxlina á sér. Í staðinn fyrir Omega gæti verið mynd af manni að lesa uppúr Biblíunni (hmmm, hljómar kunnuglega). Þetta gæti svínvirkað! Ódýrt og umfram allt gott sjónvarpsefni!

Wax on, wax off!

Karate Kid á Skjá einum. Snilldarmynd! Þeir ætla að sýna fullt af svona 80’s myndum næstu sunnudaga þannig að þá veit ég hvað ég verð að gera næstu sunnudagskvöld 🙂

Tóm comment

Einhver krapp bot frá http://vefsofnun.bok.hi.is kom inná síðuna mína og skildi eftir tóm comment á hverja einustu færslu á forsíðunni. Galli í síðunni hjá mér að GET fyrirspurnir á commentasíðuna geta skráð tóm comment. Búinn að laga það núna en þurfti fyrst að henda út 15 tómum commentum!