Bíóvísitala

Ætlaði á Johnny Cash myndina um daginn en þá var Gísli búinn að sjá hana þannig að við ákváðum að finna eitthvað annað. Þegar ég skoðaði bíóauglýsingarnar þá var ekkert nema krapp þar og svo King Kong. Þá fór ég að pæla að það væri nú gott að hafa svona bíóvísitölu sem segði manni hvort það væri mikið af góðu stöffi í bíó. Þá væri einhver grunntala í vísitölunni, t.d. 500 og svo færi hún hækkandi eða lækkandi miðað við hvernig myndir væru í bíó á hverjum tíma. Það væru þá ákveðnir hlutir í myndunum sem gætu haft áhrif á vísitöluna, t.d.:

  • Meryl Streep, Sally Field, Madonna, Julia Roberts: -40 stig hver
  • Samkynhneigðir kúrekar: -20 stig
  • Vélmenni: +10 stig
  • Geimverur: +10 stig
  • Zombies: +30 stig
  • Geimverur sem taka yfir fólk og fara að stjórna því: +15 stig
  • Eitthvað sem hefur “Fast” og/eða “Furious” í nafninu: -20 stig
  • Ofbeldi: +10
  • Risavaxin górilla: +30 stig
  • Búningamynd: -30 stig
  • Hryllingsmynd: +20 stig
  • Johnny Cash: +15 stig
  • Vin Diesel: -20 stig
  • Framhaldsmynd: (númer myndar * -10 stig)
  • Fjölskyldumynd: -5 stig
  • Einstæð móðir sem er hetja: -10 stig
  • Steve Buscemi: +30 stig
  • Disney: +5 stig
  • Endurgerð: -5 stig
  • Mafían: +15 stig
  • Börn: -10 stig
  • Gamalt fólk: -20 stig (nema ef gamlir vitrir karatemeistarar, þá +30)
  • Drama: -10 stig
  • Lengri en 2 og hálfur tími: -5 stig
  • Ástarsaga: -10 stig
  • James Bond: -5 stig
  • Fólk í fitubúningum: -30 stig
  • Chuck Norris: +400 stig
  • Karlar í konufötum: -30 stig
  • Steve Martin: -20 stig
  • Ævintýramynd: +5
  • Steven Spielberg: +10
  • Ofurhetjur: +10 stig (+50 ef Batman)
  • …og eitthvað fleira

Þannig ef að við tækjum t.d. vísitöluna miðað við nokkrar myndir núna:

  • Casanova (-30 búningamynd, -10 ástarsaga) = -40
  • Final Destination 3 (+20 hryllingsmynd, 3 * -10 framhaldsmynd) = -10
  • Bambi 2 (+5 Disney, 2 * -10 framhaldsmynd) = -15
  • North Country (-10 einstæð móðir, -10 drama) = -20
  • Munich (+10 Steven Spielberg, -10 drama) = 0
  • Pride and Prejudice (-30 búningamynd, -10 ástarsaga) = -40
  • King Kong (+30 risagórilla, +10 ofbeldi, -5 lengri en 2,5 klst) = +35
  • Chronicles of Narnia (+5 ævintýramynd, -10 börn, -5 fjölskyldumynd) = -10
  • Cheaper by the Dozen 2 (2 * -10 framhaldsmynd, -5 fjölskyldumynd, -20 Steve Martin) = -45
  • The Fog (+20 hryllingsmynd, -5 Endurgerð ) = +15
  • Brokeback Mountain (-20 samkynhneigðir kúrekar, -10 ástarsaga, -10 drama) = -40
  • Memoirs of a Geisha (-10 drama, -30 búningamynd) = -40

-40 – 10 – 15 -20 + 0 -40 + 35 – 10 – 45 + 15 – 40 – 40 = -210

500 – 210 = 290

Bíóvísitalan er semsagt núna 290 og er í sögulegu lágmarki => Núna er augljóslega ekki góður tími til að fara í bíó!

55 thoughts on “Bíóvísitala

  1. Steina

    HEHEHEHEHE
    Einar þetta er drep fyndið, sérstalega þetta mér réttritun þeirra sem vilja kúka svona yfir þig…
    Myndi sjálf gefa aðeins önnur stig, búningamyndir fá t.d. alltaf +40 hjá mér, en það fá reyndar líka hryllingsmyndir, zombies og VAMPÍRUR ekki gleyma þeim. Humm reynar allar myndir sem kalla mætti period, fantasy, sci-fi, spennutrylla og hryllings…
    mmmm bíóvísitala ég held að fólk ætii að anda rólega og semja bara sína eigin gaman gaman…

  2. Kalli

    Vampírur ættu að fá mínusstig í dag. Það er t.d. Warchawskiaskaya-bræðrunum, eða hvað þeir heita, að kenna.

    Allar myndir sem Monica Bellucci leikur í ættu að fá 1000 stig. Milljón stig ef hún er allsnakin í myndinni.

  3. Atli Freyr

    já ég er sáttur við að jón hafi náð að koma því á frammfæri að Want to be er skrifað VONABí
    sterkt frammlag til Íslensku tungunar og að James BOnd virðist kunna betri íslensku en jón gott að sjá að B.l.þ er að kenna öllu sínu starfsfólki Íslensku ..
    Og já var það ekki vel vitað að Chuck Norris var heimsmeistari i karate 78 OG fjórði vitringurinn á tímum Krists http://WWW.CHUCKNORRISFACTS.COM..

Comments are closed.