Meira rapp í Eurovision

Er að horfa á úrslitakeppnina í Eurovision. Sá aftur uppáhalds lagið mitt, Eitt lag enn með rappkafla (Video hér). Áður en það byrjaði var talað við fólkið sem syngur, rapparinn sjálfur var mjög ánægður með lagið þeirra:

“Loksins komið rapp í Eurovision!”

Já, loksins, við höfum öll verið að bíða eftir þessu.

“2006, loksins er það komið!”

Jamm, þú veist hvaða ár er.

“Swing og rapp, það er fínt saman!”

Já, stórkostlegt!!

En síðan var enn meiri gleði, hann var ekki bara einn að rappa, nei, núna var hann kominn með kærustuna sína sem rappaði líka! Tvöfalt meira rapp! Ég spái því að þetta lag fari alla leið!