Var í 10-11 áðan. Sá þá á forsíðunni á DV strák sem ég kannaðist við einu sinni og fyrirsögn um að hann hefði verið laminn og legið rænulaus í götunni. Kíkti í blaðið og las greinina. Það var alveg rétt sem stóð framan á, hann hafði verið laminn, var meðvitundarlaus og lá í götunni… …FYRIR MÖRGUM ÁRUM!! Jamm, þá reyndist fréttin vera um hvaða götuhorn í Reykjavík væri hættulegast og flestir verið lamdir og hann var bara tekinn sem dæmi. Þetta er auðvitað snilldar blaðamennska, endurnýta bara fréttir ef það vantar eitthvað á forsíðu! Ég sé fyrir mér næst þegar vantar eitthvað á forsíðuna:
MANNSHVÖRF! TVEIR MENN TÝNDIR!
Og svo þegar les sjálfa fréttina þá byrjar hún á “2 menn, Guðmundur og Geirfinnur, hurfu fyrir 25 árum…”.
DV stendur svo sannarlega alltaf fyrir sínu:) Maður getur alveg treyst því…