Jæja, búinn að horfa á síðasta Eurovision undanþáttinn. Silvía Nótt var kúl og komst áfram, Öggi bróðir Unnar líka. Hinsvegar komst líka lagið eftir gaurinn sem samdi Eitt lag enn áfram. Alltaf þegar ég hlusta á Eitt lag enn (sem ég geri oft!) þá hugsa ég “þetta er nú gott lag, en það væri ennþá betra ef það kæmi allt í einu rappkafli inní miðju laginu!”. Þetta er greinilega það sama og höfundurinn hefur verið að hugsa því nýja lagið er svona frekar svipað Eitt lag enn, svona swing lag, en svo allt í einu í miðju laginu, algjörlega útúr kú, kemur einhver gaur inná sviðið og fer að rappa! Svo þegar rappkaflinn ógurlegi er búinn þá heldur lagið áfram. Þetta lag komst semsagt áfram í úrslitin, kosið áfram af einhverju mjög smekklausu fólki, eflaust sama fólki og finnst karlar í konufötum fyndnir í könnuninni hér til hliðar. Svo komst Birgitta Haukdal áfram og eitthvað eitt enn. Sá ekki hvað komst áfram í hinum undanþáttunum en er nokkuð viss um að Sylvía Nótt á eftir að taka þetta á úrslitakvöldinu 🙂