Stál og hnífur

Ég var að syngja fyrir Daníel um daginn til að svæfa hann þegar Karen benti mér á að það væri nú ekki huggulegasti textinn sem ég væri að syngja fyrir hann. Ég var að syngja Stál og hnífur sem er með línunum “… við höfnina bátur vaggar rótt, í nótt, MUN ÉG DEYJA!”. Skiptir kannski ekki máli núna þegar Daníel er svona lítill en gæti orðið verra þegar hann fer að skilja textann. Önnur lög sem hafa verið tekið út af sönglistanum:

  • Baby did a bad bad thing – Chris Isaac
  • Baby, I’m gonna leave you – Led Zeppelin
  • Burn Baby Burn – Ash

Neibb, héðan í frá verður það bara Bíbí og blaka!

3 thoughts on “Stál og hnífur

  1. Alda

    Tékkaðu á Eddy Izzard. Hann er actually fyndinn í kvenmannsfötum – eða meira svona maður getur ekki ímyndað sér hann öðruvísi. Mjög fyndinn. x

  2. Alda

    Uhmm.. það hefur nú tíðkast um ómunatíð að syngja “móðir mín í kví kví” og “Sofðu unga ástin mín” (bæði um börn sem voru borin út) fyrir ungabörn á Íslandi og segja þeim að þau verði soðin og étin af skessu ef þau eru óþekk fyrir jólin. What’s that for child psychology…?

Comments are closed.