Vatn

Tip: Ef þið eruð einhverntímann með krana inní eldhúsi og stúturinn (eða hálsinn eða hvað þetta heitir, stóra bogalagaða rörið ) dettur af meðan vatnið er á fullu, þá er sniðugt að skrúfa bara strax fyrir vatnið þannig að það haldi ekki áfram að sprautast út. Það sem er ekki jafn sniðugt er að reyna að troða stútnum aftur á meðan vatnið er ennþá að sprautast uppí loftið. Það getur orðið til þess að vatnið fari að sprautast til hliðar og útum allt eldhús…

3 thoughts on “Vatn

  1. binary

    Já, í eina skiptið sem ég hef lent í þessu þá var vatnið sjóðandi heitt, að reyna að troða draslinu aftur á var aldrei option.

Comments are closed.