Hálsbólga

Er með hálsbólgu. Fékk mér heitt te fyrir hálsinn. Það lítur út eins og hland! Nákvæmlega eins og hland! Það er eins og ég sé með þvagprufu í bolla hérna á borðinu mínu!

Hálsbólga er líka krapp veikindi! Ef maður er með magapínu getur maður a.m.k. nýtt það sem afsökun til að drekka fullt af kóki, því það var upprunalega ætlað sem magameðal. Ef maður er með hálsbólgu þá getur maður bara fengið Strepsils, sem eru ógeðslega vondir brjóstsykrar. Ég vildi að það væri eitthvað gott nammi eða gos sem hefði upprunalega verið ætlað sem hálsbólgumeðal!

3 thoughts on “Hálsbólga

  1. Anonymous

    Elsku strákurinn minn ! En það er líka ágætt að fá sér bara sterkan ,rauðan, gamaldags Opal !
    Mamma þín 🙂

  2. Alda

    Sterkir brjostsykrar eins og Turkse peper er mjog godur vid halsbolgu. Sendu Daniel ut i sjoppu fyrir thig og lattann kaupa bland i poka bara. Bye the way. EG ER KOMIN MED IIIIIIINERNEEEEEET! Tok bara nokkrar borholur i gegnum golfid nidur til nagrannans, 15 metra langa snuru og rooter… x alda

Comments are closed.