Monthly Archives: November 2005

Vatn

Tip: Ef þið eruð einhverntímann með krana inní eldhúsi og stúturinn (eða hálsinn eða hvað þetta heitir, stóra bogalagaða rörið ) dettur af meðan vatnið er á fullu, þá er sniðugt að skrúfa bara strax fyrir vatnið þannig að það haldi ekki áfram að sprautast út. Það sem er ekki jafn sniðugt er að reyna að troða stútnum aftur á meðan vatnið er ennþá að sprautast uppí loftið. Það getur orðið til þess að vatnið fari að sprautast til hliðar og útum allt eldhús…

Godfather með hálsbólgu

Það eina sem er gott við hálsbólgu er að núna tala ég eins og the Godfather! Það er að sjálfsögðu ekkert nema svalt! Nú þarf ég að fara að gera fólki tilboð sem það getur ekki hafnað 🙂

(Karen reyndar heldur því fram að ég hljómi eins og ég sé í mútum. Það er náttúrulega bara rugl!)

Hálsbólga

Er með hálsbólgu. Fékk mér heitt te fyrir hálsinn. Það lítur út eins og hland! Nákvæmlega eins og hland! Það er eins og ég sé með þvagprufu í bolla hérna á borðinu mínu!

Hálsbólga er líka krapp veikindi! Ef maður er með magapínu getur maður a.m.k. nýtt það sem afsökun til að drekka fullt af kóki, því það var upprunalega ætlað sem magameðal. Ef maður er með hálsbólgu þá getur maður bara fengið Strepsils, sem eru ógeðslega vondir brjóstsykrar. Ég vildi að það væri eitthvað gott nammi eða gos sem hefði upprunalega verið ætlað sem hálsbólgumeðal!

Íþróttaálfur

Ég hef nú oft vælt um það að ég þurfi að fara að stunda íþróttir en lítið hefur gerst í þeim málum. Núna hinsvegar er ég búinn að stunda íþrótt á hverjum virkum degi í meira en mánuð, bæði fyrir og eftir hádegi! Þessi göfuga íþrótt er að sjálfsögðu pílukast! Á hverjum degi tek ég einn leik við Hrannar fyrir hádegi og einn eftir hádegi. Þetta er reyndar spes leikur sem gengur útá að hitta þrisvar í 18, 19 og 20 og tekur svona tæpar 10 mín, við erum ekki að taka alvöru leiki því það tæki alltof langan tíma. Ég hef aðeins verið að taka saman stöðuna og hún er núna 63 – 2 fyrir Hrannari.

Ég finn líka alveg muninn á mér eftir að ég byrjaði þessa öflugu íþróttaiðkun, margir líkamspartar orðnir sterkari og liðugri, t.d. … öh, olnboginn á hægri hendi og… hmmm.. já, olnboginn á hægri hendi. Hann er orðinn mjög sterkur! Pílukast er nú eiginlega bara ein hreyfing, halda hendinni uppi og hreyfa svo framhandlegginn um 45 gráður. En núna get ég farið að taka íþróttaiðkunina uppá næsta stig, því nú er komið foosball borð hérna í Libra! Pílukast OG foosball, ég er orðinn algjör íþróttaálfur…

Gamalt sjónvarpsefni getraun – úrslit

Jæja, ekki var nú mikil þáttaka í getrauninni! Maður gæti næstum því haldið að fólk hefði ekki áhuga á 15 ára gömlum sjónvarpsþáttum! Árni fær rétt fyrir Matlock og Derrick, og ég verð að gefa honum rétt fyrir Samherjar líka því ég veit ekki sjálfur hvað þetta hét á íslensku, en Samherjar hljómar mjög mikið eins og þáttur á RÚV. Ósk var með þrífætlingana, Matlock og Centurions rétta, gef henni líka rétt fyrir Skálkar á skólabekk, aftur því það hljómar mjög eins og þáttur á RÚV. (Allir þessir þættir nema Centurions voru sýndir á RÚV, var ekki með stöð 2 þegar ég var lítill. Jamm, það voru erfiðir tímar…). Semsagt, Árni fær 3 stig og Ósk 4, Ósk er þarmeð sigurvegarinn og á inni dós af jólaöli.

Rétt svör eru:

  1. Tripods
  2. Parker Lewis Can’t Lose
  3. Matlock
  4. Jake and the Fatman
  5. Sledge Hammer
  6. Centurions
  7. Derrick