Póllandsferðin var snilld. Nenni ekki að skrifa alla ferðasöguna, Karen ætlar að skella henni inná síðuna hans Daníels en hér eru nokkrir punktar sem taka má fram:
- Pólverjar selja ferðatölvur með Linux uppsettu.
- Villisvín er ekki jafngott og það lítur út fyrir að vera í Ástríksbókunum.
- Sumum Pólverjum finnst fyndið að senda saklausa ferðamenn á gay bar þegar þeir spurja hvert sé best að fara að djamma.
- Ef maður er á Radisson SAS hóteli og þarf að fara á klóið meðan maður er að horfa á sjónvarpið þá er það allt í lagi því það er hátalari inná baði.
- 5 stjörnu hótel bjóða m.a. uppá kókópöffs í morgunmat.
- Hrannar tippar mjög vel þegar hann er drukkinn, allt uppí 1500% tip fyrir góða leigubílstjóra.
- Flugleiðir ritskoða kvikmyndir sem sýndar eru um borð í flugvélunum.
Hey við skulum ekki gleyma því að stákunum var ekki hleytp inn á gay-barinn af því að þeir voru ekki nógu kúl en ekki af því að þeir voru ekki gay 😀
Velkomin heim!