Monthly Archives: September 2005

Pólland

Póllandsferðin var snilld. Nenni ekki að skrifa alla ferðasöguna, Karen ætlar að skella henni inná síðuna hans Daníels en hér eru nokkrir punktar sem taka má fram:

  • Pólverjar selja ferðatölvur með Linux uppsettu.
  • Villisvín er ekki jafngott og það lítur út fyrir að vera í Ástríksbókunum.
  • Sumum Pólverjum finnst fyndið að senda saklausa ferðamenn á gay bar þegar þeir spurja hvert sé best að fara að djamma.
  • Ef maður er á Radisson SAS hóteli og þarf að fara á klóið meðan maður er að horfa á sjónvarpið þá er það allt í lagi því það er hátalari inná baði.
  • 5 stjörnu hótel bjóða m.a. uppá kókópöffs í morgunmat.
  • Hrannar tippar mjög vel þegar hann er drukkinn, allt uppí 1500% tip fyrir góða leigubílstjóra.
  • Flugleiðir ritskoða kvikmyndir sem sýndar eru um borð í flugvélunum.

Mikilvægur fundur

Ég var að spjalla við son minn í morgun. Við ákváðum að halda smá fund og spjalla saman um daginn og veginn. Ýmis mál voru rædd, spurningum var svarað, málefni voru krufin til mergjar! Ritarinn minn var á staðnum og skráði niður eftirfarandi fundargerð:


E: Hæ
D: aaaíí
E: Hæ
D: aaaaaíí
E: Hæ
D: ææaaaææ
E: Góðan dag!
D: [Þögn]
E: Halló!
D: [Þögn]
E: Hæ
D: aaaiiii
E: Hæ
D: nnnggiiii
E: Þýðir nngii pabbi?
D: nnngii
E: [Hrista hringlu]
D: [brosir]
E: Hæ
D: [brosir út að eyrum]
E: Hæ Daníel
D: nngiii [slefar og stingur svo hönd í slefið]
E: Daaaaaaaaaaaaníel
D: nnnggii [slef, smá æla]
E: búbúbúbú
D: guuuu
E: abbabbabb
D: uuuiii
E: Hæ
D: aaí
E: Fundi er hérmeð slitið!
D: nnnggiii