Er ennþá að leika mér í Python. Prófaði að skrifa smá script sem grefur sig í gegnum loggana á vefþjóninum hjá mér og finnur færslur þar sem fólk hefur komið hingað frá leitarvélunum google, altavista, yahoo og leit.is. Úr því er svo hægt að parsa hvaða leitarorð fólk sló inn sem beindi því hingað. Það sem fólk hefur verið að leita að er eftirfarandi:
binary klukka
nylon
“sódóma”
einar
einar á pravda
smáís
“extreme robot fighting”
kaffibarinn djamma
The real ultimate power
“Jóns Gnarr”
marorka
vefþjónustur á íslandi
gestaþrautir
spiderman rúmteppi
veldi í perl
stærðfræðileg reiknirit
Ariston ísskáp
dns lookup
Einar “extreme robot fighting”
lagadeild HR
Ísskápur til sölu
keyra video download
“Bill Hicks”
“ariston ísskápur”
smáís
einarte02 conventional
“Daníel Máni Einarsson
singles
klukka
“Calvin and Hobbes”
todmobile á menningarnótt
Gaman að sjá að ég virðist vera sérfræðingur um Nylon, vefþjónustur á Íslandi og Spiderman rúmteppi. Ég man reyndar ekki til þess að hafa nokkurn tímann skrifað orðið “rúmteppi” hérna þó að ég hafi nú skrifað eitthvað um Spiderman. Það sem fólk er samt oftast að leita að sem leiðir það hingað eru ísskápar, Ariston ísskápar nánar tiltekið. Með því að skrifa þessu færslu er ég svo sennilega að komast ennþá hærra í leitarniðurstöðum fyrir “ísskápur” þar sem orðið ísskápur kemur svona 10 sinnum fyrir í þessari færslu ísskápur ísskápur. Nú er bara að fylgjast með hvort fleiri fróðleiksþyrstir menn sem langar að fræðast um ísskápa komi hérna inn á næstunni ísskápur ísskápur ísskápur.
Ef þú ert að skoða python, þá mæli ég eindregið með python challenge (http://www.pythonchallenge.com/). Þetta er svona leikur, þar sem maður þarf að leysa þrautir (í python) til að finna næsta URL (og komast þannig á næsta level).
Ég grúskaði e-ð í þessu í sumar og er kominn á level 12 (það eru currently til 33 level).
Snilld! Er kominn uppí level 5 núna. Googlaði reyndar “peak hell” til að fá hint. Finnst það bara ekkert hljóma eins og “pickle”! En þetta er snilldar challenge og maður lærir fullt á þessu :).
ísskápur
Takk fyrir kúlustu heimasíðu í heimi. Ísskápur. Hafðu það gott í vetur og í nýju vinnunni og í Póllandi bestastur bróðir. Ísskápur. Luv u.
þið hljotið að vera að grínast i mér!!! python challenge hvað…hnit…finna eitthvað url….vá tolvunordar!;)hahaa
hehe, jamm. Enda vorum við í tölvunarfræði 🙂
*hóst*fótboltanörd*hóst*
hehehe já já…8)
Nú svo er CleverWasteofTime leikurinn alveg sérlega ávanabindandi og eins NotPron leikurinn. Ef þú ert spenntur fyrir Python challenge, þetta er svona í svipuðum flokki