Hef verið að leika mér í Python undanfarið, fann fína bók á netinu, diveintopython.org. Snilldarmál, Kári forritunarmálakennari hafði rétt fyrir sér. Helmingi skemmtilegra en .NET eða Java. Nú er bara að sannfæra Libra um að skrifa allan sinn hugbúnað í Python…
Var líka að setja upp Linux í fjórða skiptið hjá mér. Ubuntu varð fyrir valinu í þetta skiptið. Lítur vel út, get notað sama profile í Firefox og Thunderbird í Win og Linux þannig að það er auðvelt að nota það samhliða hvort öðru. Það eina sem fer í taugarnar á mér við Linux er að fontar líta oft út eins og krapp! Ef maður setur Anti-Aliasing á þá verður allt smudgy og ljótt en ef maður tekur það af þá líta allir stafir ótrúlega illa út. Ef einhver linux snillingur gæti sagt mér hvernig maður lagar þetta þá væri það vel þegið.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég nota ekki Linux, þoli ekki að sjá fontana svona ljóta.
Annars hefur eitthvað með það að gera að tæknin til að láta fonta líta vel út er víst háð einhverjum einkaleyfum og því er það kommentað út í kóðanum fyrir fontavélina í Linux. Getur lesið um þetta t.d. hér…
http://freetype.sourceforge.net/patents.html
Nördablogg – þetta var ekkert nördablogg… (muahaha)