Monthly Archives: July 2005

Svefnleysi…

Af hverju er ekki fleira fólk á msn á nóttunni? Hefur fólk í alvörunni eitthvað betra að gera á þessum tíma? Það er enginn hérna nema systir mín sem ég held að hljóti að vera vampíra (hún er föl, hún sefur á daginn og vakir á nóttunni, fékk sér meira segja vinnu þar sem hún vinnur bara næturvaktir, þetta er augljóst! Fyrir nokkrum árum skipti hún skyndilega um tannlækni, vildi allt í einu ekki vera lengur hjá tannlækninum sem ég og hún höfðum verið hjá frá því við vorum krakkar. Þá fannst mér það saklaust, nú get ég ekki varist þeirri tilhugsun að hún hafi verið að fela eitthvað. Kannski vissi hann of mikið… Hún borðar reyndar hvítlauk þannig að þetta er ekki 100% öruggt. Kannski ég gefi henni silfurkross í afmælisgjöf og láti reyna á þessa kenningu.) Heyrðu, og þið sem eruð away á msn 24 tíma á dag: slökkvið á msn þegar þið eruð ekki í tölvunni!

…og nú held ég að Daníel Máni sé loksins orðinn nógu þreyttur til að fara aftur að sofa…