Strákarnir steggjuðu mig í gær. Ég átti ekki von á neinu þegar þeir komu um 2 leytið í gær með fullan bíl af bjór og rifu mig með sér. Karen þóttist ekkert vita en samt var á einhvern dularfullan hátt tilbúin taska með öllu sem ég þurfti. Við byrjuðum á því að fara á Klepp, ekki til að leggja mig inn heldur til að ná í Gísla sem vinnur þar og svo var keyrt af stað útúr bænum. Enduðum á Stokkseyri þar sem við fórum í kajakaferð sem var algjör snilld! Fyrri parturinn var auðveldur þar sem við vorum að sigla undan vindi en leiðin til baka var ansi miklu erfiðari. Vorum að rembast við að róa á móti vindi og ef maður tók sér 10 sekúndna pásu þá rak kajakinn aftur á bak þannig að maður þurfti 5 mínútna róður til að vinna upp pásuna. Eftir kajakaferðina fórum við svo í sundlaugina á Stokkseyri þar sem við lágum heillengi í heitapottinum að jafna okkur eftir allan róðurinn.
Keyrðum svo aftur í bæinn og heim til Friðriks þar sem við grilluðum risastórar nautasteikur og kartöflur og fengum okkur fullt af bjór. Svo var farið í keiluhöllina þar sem við tókum 2 leiki og strákarnir fengu sér bjór en ég var neyddur til að drekka eitthvað ofuráfengt sull til að reyna að eyðileggja meðfædda keiluhæfileika mína! Eftir það fór ég í spilakassann þar sem maður reynir að grípa svona dúkkur og drasl með einhverjum armi og aðeins 800kr síðar var ég búinn að ná í glæsilega Spongebob Squarepants dúkku handa Daníel! Eftir keiluhöllina fórum við svo niðrí bæ á eðalstaðinn Dillon þar sem er alltaf góð tónlist og vorum þar að drekka bjór í góðum fíling þangað til við fórum heim. Semsagt, snilldardagur :):).
Flott nýja síðan en hún er ekki alveg að fúnkera í IE… dálkurinn lengst til hægri dettur niður fyrir allt
Af hverju ertu að nota IE? En já, þetta div drasl fer niðurfyrir ef eitthvað er of stórt og headings í IE eru stærri en í Firefox þannig að ég fattaði ekki að þetta hefði farið í steik. Komið í lag núna :).
þetta hefur verið snilldardagur 🙂
Svona á einmitt að gera þetta 🙂 Stuð og góð skemmtun..
en já Hrannar… IE???
Shitturinn. Erfiðasta getraunin hingað til, þarf að kjósa þrisvar (allt nema Garfield sem er orðinn slappur)
öhm, þetta var ég …