[Nördablogg]
Þá er ég búinn að færa síðuna af svæðinu mínu uppí skóla og yfir á einaregilsson.com. (Var að pæla í einaregilsson.is en það kostar 12.000!!! á ári meðan .com kostar 10 dollara!). Ákvað að taka síðuna af skólasvæðinu því ég vissi ekki hvað maður fengi að hafa svæðið lengi og mig langaði líka að prófa að reka minn eigin server. Þessi ógurlegi server er 5 ára gömul tölva sem er heima hjá mömmu og pabba og það er alltaf kveikt á henni því ef maður slekkur þá er ekki víst að hún fari nokkurntímann aftur í gang! Þó að þetta sé ekki á neinni rosalegri tengingu þá ætti það nú samt að ganga sæmilega hratt þar sem það eru eiginlega engar myndir á þessari síðu. En endilega látið vita ef það er eitthvað sem virkar ekki eða einhverjir dauðir linkar eða eitthvað sem þarf að laga.