“Harðsperrur” ????

Þegar ég vaknaði í morgun var ég sannfærður um að ég væri lærleggsbrotinn á báðum löppum þar sem ég var með þvílíka verki í þeim og gat varla labbað. Ég skildi ekki almennilega hvernig ég hafði lærleggsbrotnað meðan ég var sofandi en eftir að hafa kynnt mér málin á netinu kom í ljós að ég er alls ekki brotinn heldur er ég víst með eitthvað sem kallast “harðsperrur”. Þessar svokölluðu “harðsperrur” eru víst eitthvað sem maður fær af að skokka. Af hverju lét enginn mig vita af þessu???

6 thoughts on ““Harðsperrur” ????

  1. Alda

    hæ. farðu inn á heimasíðuna mína og þar finnurðu link inn á heimasíðuna hans Wannesar. Þar geturðu heyrt hann syngja … x

  2. Mamma

    Ef þú ferð aftur á netið (!!) finnurðu kannski líka að harðsperrur eru líka kallaðar “strengir” ( norðlenskt ?).
    Slepptu svo bara kúlinu og teygðu upp við næsta ljósastaur !
    Mamma þín.

  3. Mamma

    Ef þú ferð aftur á netið (!!) finnurðu kannski líka að harðsperrur eru líka kallaðar “strengir” ( norðlenskt ?).
    Slepptu svo bara kúlinu og teygðu upp við næsta ljósastaur !
    Mamma þín.

  4. Karen

    Hvaða sækó er þessi Árni??? Það mætti halda að hann hefði gaman af líkamsrækt! 😀

Comments are closed.