Þá er Daníel Máni orðinn mánaðar gamall! Tíminn líður ekkert smá hratt! Heill mánuður án þess að fá að sofa samfleytt heila nótt :). En það er bara gaman. Vildi bara að ég gæti skrifað forrit sem léti börn sofa!
Fyrir nokkrum mánuðum var ég að pæla í hvaða líkamsræktarprógram mundi henta mér. Enn hefur ekkert gerst í þessum málum en nú verð ég að fara að taka mig á. Þannig að ef einhver getur mælt með einhverri líkamsræktarstöð eða einhverju svona prógrammi (ekki samt einhverjum svona viðbjóði þar sem maður borðar sellerí í öll mál og má bara borða nammi á fullu tungli eða eitthvað ) þá endilega benda mér á það.
Líkami fyrir lífið svínvirkar. Það er að vísu svolítið steep, en það er bara erfitt rétt fyrst. Og já, það felur í sér nammidaga á laugardögum, sem þýðir hlaup og súkkulaði í morgunmat, pizza og bjór í hádeginu o.s.frv. sum sé, ALVÖRU nammidagur.
En já, þetta program er samt voðalega mikil skynsemi miðað við flest af þessu sem er í boði.
Ahh crap, var að lesa gömlu færsluna þína og sá að þú ert anti-lyftinga/hlaupa fasisti 😉
Þá get ég stungið uppá t.d. skvassi og svo bara svona almennri hreyfingu eins og línuskautar eða að hjóla.
Jamm, ég er nú samt að hugsa um að reyna að yfirstíga lyftinga/hlaupa hatrið og gera eitthvað svona almennilegt. Ég kíki á þetta 🙂
pfff, hreyfing! Þvílík vitleysa
Amfetamínsterar! Það er málið í dag! Til hvers að hreyfa sig þegar maður getur bara poppað pillum?
Hmmm, önnur góð hugmynd! Ekki jafn catchy nafn samt og “líkami fyrir lífið”. “Amfetamínsterar fyrir lífið” hljómar ágætlega samt.
Hlaup og erobikk er rugl ! Lang sniðugast að byrja bara að æfa eitthvað sem maður virkilega mundi vilja læra (án þess þó endilega að stefna á að fara á olympíuleikana). T.d. láta gamlan draum rætast og tekka a karate eða skylmingum eða borðtennis etc…. eina leiðin til þess að halda sér í æfingu. Annars hættir maður bara.
Það má ekki hugsa hvort þetta sé skemmtilegt eða ekki, heldur hversu skemmtilegt það verður þegar þú ert kominn í form 😉
Tja.. thats just it. Lóðalyftingar og hlaup verða alveg ógeðslega skemmtilegar eftir smá stund. Endorfín eru sérstaklega góð á bragðið og það er ótrúlegt hvað það er gaman að geta hækkað þyngdir og svona.
Þegar ég fer á karate æfingar 3x í viku, vil ég samt ekki hætta að fara í ræktina…
Og já.. Það er rétt hjá Bænarí.. Líkami fyrir lífið er alveg málið!
Alda: Já, kannski en ég veit ekki um neitt sem ég mundi virkilega vilja læra. Nema íþróttina þarna þar sem þeir eru á skíðum og skjóta svo af rifflum, það held ég að sé mjög sniðug íþrótt!
Árni: Já, það væri örugglega mjög gaman að vera í góðu formi en það er líka mjög gaman að borða nammi!
Ósk: Endorfín? Er það eitthvað oná brauð? Leyfi mér að efast um að það sé mjög gaman að lyfta en get svosem ekki fullyrt neitt fyrr en ég prófa. En ég mundi enganvegin nenna í karate. Nema ef það væri gamall vitur kínverskur maður sem mundi kenna mér það með því að láta mig mála grindverk og bóna bíla, það væri svalt!
Kíkti aðeins á þetta Líkami fyrir lífið á EAS.is. Er brúnkukrem innifalið í þessum kúr? Því á öllum þessum fyrir-eftir myndum þá er fólkið skjannahvítt á fyrir myndunum og kolbrúnt á eftir myndunum…
Tjah.. Ég myndi borða það á brauði ef það fengist.
Ekki kíkja á líkama fyrir lífið á EAS.is. Mér finnst allavega þessi “official challenge” vera svolítið ýkt. Betra að dútla í þessu bara upp á sitt einsdæmi og vera ekkert að skrá sig í svona fyrir-og-eftir-mynda pakka. Ég hef áður hlegið af brunkunni. Verra í Bandaríkjunum sko.. Þá breytir fólk um kynþátt.
http://www.bodyforlife.com/nutrition/ hérna er annars betri guidline á því hvernig þetta virkar ef þú vilt skoða þetta áður en þú ákveður hvort þu viljir kaupa bókina. Líka sniðugt að tékka á bókasafn ef þú tilheyrir svoleiðis söfnuði..
Öll áreynsla sem er það mikil að fólk nær að svitna, hvort sem það er skokk, lyftingar, skvass eða eitthvað annað, veldur því að heiladingullinn framleiðir beta-endorfín sem er skylt morfíni. Endorfínið veldur vellíðunartilfinningu svipað morfíni en ekki eins sterkri. Margir joggarar eru orðnir endorfínistar og nú er bara að finna eitthvað sem gerir þig það líka (mér ferst, ha, ha, ha).
Já, það er einmitt vandamálið, en hvort viltu frekar til lengri tíma litið vera í góðu formi eða éta nammi ? 😉
Egill: þú ert uppáhalds efna-, líf- og líftæknifræðingurinn minn! Alltaf hægt að leita til þín með svona spurningar 😉
Einar: Byrjaðu bara á því að labba hring í kringum húsið! Það er strax framför frá því að sitja alltaf bara fyrir framan tölvuna því FORRITUN ER EKKI ÍÞRÓTT! 😀
Forritun er víst íþrótt 😉
…hugaríþrótt…