Queens of the Stone Age

Tónleikarnir voru snilld eins og búist var við. Komum í Egilshöll þegar Mínus var að klára sem var fínt því ég hafði engan sérstakan áhuga á að sjá þá. Síðan voru Queens of the Stone Age sem voru geðveikir! Ef einhver á fyrsta diskinn með þeim þá endilega láta mig vita. Foo Fighters voru svo algjör snilld líka, öll lögin þeirra hljóma helmingi betur á tónleikum heldur en á plötunum. Dave Grohl var náttúrulega mjög töff líka, sérstaklega þegar hann hljóp yfir allan salinn, klifraði uppá Pepsi kæliskáp og spilaði þar á gítar. Talaði líka heilmikið um hvað Ísland væri nú frábært og allt það. Þeir voru svo klappaðir upp og tóku þrjú aukalög, þar á meðal eitt sem trommuleikarinn þeirra söng sem var ferlega slappt og hefði mátt sleppa (enda eru trommarar náttúrulega alltaf ömurlegir söngvarar!). Það eina sem mér fannst lélegt var þessi A og B svæðaskipting í Egilshöll (aðallega af því að ég var á B svæði ;)). Það er ferlega asnalegt að hafa fullt af fólki fyrir framan sviðið, svo risastórt bil, og svo þar fyrir aftan einhverja girðingu meira af fólki. En þetta voru samt frábærir tónleikar og ég er feginn að ég fór :).

3 thoughts on “Queens of the Stone Age

  1. einar

    Var Dave Grohl trommari? Í hvaða hljómsveit þá? 😉 Neinei, mig langaði bara að sjá hversu fljótt einhver myndi kommenta á þetta. Það tók nákvæmlega 21 mínútu.

Comments are closed.