Var í Bónus í dag. Sá þar rakvél, næstum eins og mína, nema þessi var Turbo útgáfan (eins og fólk sem þekkir mig veit þá er ég með geysimikinn og grófan skeggvöxt sem veldur því að ég þarf að raka mig allt að 4 sinnum í mánuði). Þetta fannst mér áhugavert, Turbo rakvél! Og það er ekki eins og ég sé með einhverja svona ofur rafmagnsrakvél með beinni innspýtingu eða eitthvað, nei, þetta er bara venjuleg Gillette Mach 3 skafa. Ég bara skil ekki hvað Turbo útgáfan getur mögulega haft framyfir mína rakvél? Beittari blöð? Ehh, kröftugra handfang? Það er bara ekki svo mikið í svona tæki sem hægt er að bæta!