Fæðingarstyrkur

Ég og Karen erum bæði á fæðingarstyrk frá Tryggingastofnun ríkisins núna í sumar. Það er það sem maður fær í staðinn fyrir fæðingarorlof þegar maður hefur verið í skóla. Hinsvegar er endalaust vesen að fá þetta. Við skiluðum inn fullt af pappírum og staðfestingum og einkunum í vor og þá sögðu þeir að þetta væri nú allt komið. Nokkrum vikum seinna fengum við svo póst um að umsóknin væri stopp í kerfinu því þeir þyrftu að fá nýrri gögn um síðustu önn. Við fórum aftur uppí skóla, náðum í það og skiluðum því inn og þá sögðu þeir að þetta væri pottþétt núna. Svo í gær, 2 dögum fyrir fyrstu útborgun sendu þeir mér nýjan póst þar sem þeir vildu fá staðfestingu á að ég væri ekki að vinna hjá Libra í sumar, umsóknin gæti nú alls ekki farið í gegn fyrr en það væri komið á hreint. Nú bíð ég bara eftir að fá póst þar sem þeir biðja um að fá ljósrit af barninu til að þetta sé nú örugglega allt saman satt og rétt hjá okkur.

4 thoughts on “Fæðingarstyrkur

  1. lauga

    Já… alltaf verið að gera manni erfitt fyrir.
    Er það ekki bara af þvi að það eru svo margir að svindla á kerfinu að það þarf endilega að gera þeim sem eru ekki að því erfitt fyrir..
    .. en hvers konar kerfi er það líka annars sem þarf að svindla á

  2. Unnur

    Vá loksins er eitthvað sem er auðveldara þegar maður býr í útlöndum! Við þurftum bara að senda staðfestingu á skólavist og svo fæðingarvottorðið þegar það kom loksins…:)

Comments are closed.