Kúkableyjur

“Mommy, I’ve got a present for you. I’ll give you a hint: it’s in my diaper and it’s not a toaster!”

Kúkableyja í verðlaun fyrir þann sem þekkir kvótið. Er núna búinn að skipta á u.þ.b. 5000 bleyjum þannig að er orðinn nokkuð sleipur í þessu. Allt gengur annars vel, fullt af fólki búið að koma í heimsókn, öllum líst mjög vel á strákinn. A.m.k. 5 manns búnir að segja að hann sé mjög “mannalegur”, hvað sem það nú þýðir. Eru ekki öll börn mannaleg? Ég efast a.m.k. um að fólk sé mikið að líkja þeim við aðrar dýrategundir (“Til hamingju með strákinn, hann er svakalega líkur hesti!”).

En aftur að kúkamálunum. Drengurinn er engan veginn ánægður þegar á að skipta á honum og öskrar úr sér lungun en jafnar sig um leið og hann er kominn í nýja bleyju. Hann er líka búinn að koma sér upp mjög öflugri leið við að pissa. Hún gengur útá að kúka fyrst, svo þegar hann er kominn á skiptiborðið og úr bleyjunni þá lætur hann rigna gulu yfir foreldra sína, skiptiborðið og allt annað í tveggja metra radíus. Sérstaklega er hann góður í að gera þetta rétt eftir að maður snýr sér frá þannig að hann nái sem bestri pissdreifingu áður en maður tekur eftir þessu og getur stokkið á hann með aðra bleyju. En hann er duglegur að drekka, og yfirleitt voða vær þannig að við erum bara mjög ánægð 🙂

5 thoughts on “Kúkableyjur

  1. HREFNA

    Einar minn, mannalegur í þessu samhengi er ekki sama og mannlegur heldur frekar eins og karlmannlegur eða eins og “stór strákur”, þ.e. miðað við ungan aldur. Stelpur mundu t.d.ekki vera kallaðar mannalegar -og reyndar ekki heldur “konulegar” – það væri reyndar hræðilegt, þær eiga auðvitað helst að vara litlar og sætar !:)
    Your always and ever-teaching mother 🙂

  2. Ósk

    Til hamingju með ponsann!

    Oh. Ég þekki kvótið, en langar ekkert að vinna kúkableyju.

    Guðsonur minn gerði þetta líka, nema að hann pissaði bara á pabba sinn. Alveg ótrúlegt. Hann hitti meira að segja þegar faðirinn stóð fyrir aftan hann.

  3. Unnur

    Hahaha:D:D Þetta er nákvæmlega það sem Tómas gerði fyrstu vikurnar, öskraði alveg úr sér líftóruna þegar hann var lagður á skiptiborðið…Núna er það hins vegar besta ráðið til þess að róa hann:) Þau þroskast svo fljótt þessar elskur! Þegar ég hugsa út í það þá hefur hann hvorki pissað né kúkað yfir okkur frekar lengi…en við fengum sko gult bæði í þunnu og þykku formi út um allt…hvort tveggja í 2 metra radíus!!!

  4. Binary

    Þetta er Stewie úr Family Guy.
    Ég afþakka bleyuna, en ef þú vilt endilega gefa hana, þá vil ég beina því til Lögréttu.

  5. einar

    Mamma: Jæja, alltaf lærir maður eitthvað nýtt 🙂

    Ósk: Iss, þig langar víst í kúkableyju, þú vilt bara ekki viðurkenna að þú veist ekki svarið!

    Unnur: Hann er nú strax farinn að verða rólegri, en við fáim samt sprænu reglulega.

    Binary: Það var rétt! Það er ekki hægt að afþakka verðlaun, ég set þetta í póst í dag. Sendi kannski eina auka til Lögréttu samt 😉

Comments are closed.