Útskrift

Jæja, þá er þetta búið. Mættum uppí skóla í myndatöku kl. 11 þar sem við fengum diss dauðans frá ljósmyndaranum…

[Myndatakan með öllum hópnum, okkur, viðskiptafræðingum og lögfræðingum]

“Glæsilegur hópur, stórglæsilegur!!”

[Seinni myndatakan með bara tölvunarfræðinni]

“Þetta er nú bara nokkuð frambærilegur hópur…”

Fórum síðan yfir hvernig þetta færi allt saman fram og svo var útskriftin. Fékk verðlaun og alles þannig að það var fínt :). Guðfinna hélt svo fína ræðu í lokin þar sem frasar eins og “draumar að rætast”, “standandi á öxlum risa”, “frumkvöðlar”, “stofna eigin fyrirtæki” og “Harvard” komu fyrir 😉

Síðan voru mamma og pabbi svo góð að halda veislu fyrir mig þannig að ég var þar restina af deginum og kvöldinu. Fékk fullt af fínum gjöfum, t.d. iPod Shuffle sem ég er að hlusta á núna og margt fleira. Skellti mér síðan heim rúmlega 11 og var að pæla að kíkja svo í bæinn en er ekki að nenna því þar sem ég er drulluþreyttur og strákurinn okkar gæti komið á hverri stundu 🙂

Einar Þór Egilsson, tölvunarfræðingur.

2 thoughts on “Útskrift

Comments are closed.