Super Turbo Diesel Mach 10 rakvél

Var í Bónus í dag. Sá þar rakvél, næstum eins og mína, nema þessi var Turbo útgáfan (eins og fólk sem þekkir mig veit þá er ég með geysimikinn og grófan skeggvöxt sem veldur því að ég þarf að raka mig allt að 4 sinnum í mánuði). Þetta fannst mér áhugavert, Turbo rakvél! Og það er ekki eins og ég sé með einhverja svona ofur rafmagnsrakvél með beinni innspýtingu eða eitthvað, nei, þetta er bara venjuleg Gillette Mach 3 skafa. Ég bara skil ekki hvað Turbo útgáfan getur mögulega haft framyfir mína rakvél? Beittari blöð? Ehh, kröftugra handfang? Það er bara ekki svo mikið í svona tæki sem hægt er að bæta!

5 thoughts on “Super Turbo Diesel Mach 10 rakvél

  1. Árni

    Það er alveg greinilegt að þú tókst ekki viðskiptafræði. “Turbo” er sett fyrir aftan til þess að fína fólkið get keypt sama hlutinn á hærra verði.

  2. Unnur

    Er það ekki Turbo rakvélin sem er með batteríi og svo er skeggið örvað til þess að það rísi með því að gefa manni rafstraum. (Þetta er ekki eitthvað eðlisfræðigrín 😉 )

  3. einar

    Árni: Jæja, þú hefur semsagt tekið Viðskiptafræði 101 😉

    Unnur: Ok, þá veit ég það. Þá er reyndar alveg gild ástæða til að kalla þetta Turbo 🙂

  4. Unnur

    Hmmm…þetta var ekki komment frá mér hérna fyrir ofan enda ekki þekkt fyrir að vera mikill eðlisfræðigrínari! 🙂

Comments are closed.