Kyngimagnað sniðmengi

Vorum að fá póst frá dr. Kristni gervigreindartöffara. Þar auglýsir hann eftir “mannsheila” til að vinna “beint í kyngimögnuðu sniðmengi gervigreindar og tölvugrafíkur”. Greinilegt að ef maður vill hljóma gáfaður þá á maður að nota stór orð. Kannski ég reyni að finna einhver svona fín orð til að nota í sumar, á meðan heilinn á mér verður í kyngimögnuðu sniðmengi svefnleysis og bleyjuskipta :).