Fór með Karen í mæðraskoðun í dag. Ljósmóðirin lét okkur fá slökunargeisladisk til að hjálpa okkur að læra slökun fyrir fæðinguna. Ákváðum að tékka aðeins á honum á leiðinni uppí Libra og skelltum honum í geislaspilarann í bílnum. Hann var nokkurnvegin svona:
[Róleg og þægileg panflaututónlist byrjar]
...
...
[Mjöööög afslöppuð kvenmannsrödd byrjar að tala]
Það... ...er... ...mjög...
...mikilvægt... ...að læra... ...að slaka...
..vel... ... ...á. Byrjum...
...á því... ...að... ...
... ... ...
[Hér vorum við hrædd um að grey konan hefði bara sofnað við að
þylja þetta upp, en neinei, hún var ennþá vakandi]
...setjast... ... ...niður.
...Síðan... [Hér fór ég út að dæla bensíni á bílinn og missti
af svona 3 orðum]
...koma okkur... ... ...í...
...þægilega... ...stell-
[Hér slökkti Karen á disknum þar sem hún hélt að ég væri að fara
að sofna á miðri Kringlumýrarbrautinni].
Byrjaði samt vel, ætlum að tékka betur á þessu við tækifæri, t.d. þegar maður er kominn heim og getur slakað betur á.
:D:D:D elskurnar mínar, gangi ykkur vel! Mamma.
jamm, ef konan hefði talað hægar þá hefði hún byrjað að tala afturábak! 😀