Jæja, erum núna að leggja lokahönd á þetta blessaða lokaverkefni. Erum búnir að sitja hérna sveittir í fjóra mánuði við að gera þetta sem best og held að þetta hafi bara komið mjög vel út. Nú er bara djamm á morgun, sýning 19. og útskrift 11. og þá er maður orðinn tölvunarfræðingur :). Erum búnir að vera hérna alla daga og kvöld síðustu vikurnar og húmorinn er orðinn nokkuð súr. Þær setningar sem hafa oftast heyrst undanfarna 4 mánuði hérna í kompunni okkar eru eftirfarandi:
“Getum við ekki notað message queue í þetta?”
“Ertu með alvöru gögn eða ertu að gengereita?”
“…þetta er bara einsog röð af ljósmyndum”
“Word formatting er DAUÐI!”
“Nú verðum við bara að forrita eins og vindurinn!!”
“Eruði búnir að skrá tímana ykkar?”
“Það er eitthvað crappity í gangi”
“Eigum við ekki bara að sleppa stærðfræðilegum reikniritum?”
“Ertu búinn að tjekka inn?”
“Ertu búinn að getta latest?”
“Finnur, geturðu sagt mér aftur hvað ávöxtunarkrafa er?”
“Æi, eigum við ekki bara að gera bloggkerfi?”
Algengasta orðið í okkar verkefni var orðið “spjald”, í nokkrum útfærslum eins og “iðkandaspjaldið” eða “þjálfaraspjaldið”, nú eða bara “spjaldið”…
Og ekki má gleyma persónunum okkar sem fylgdu okkur í gegnum súrt og sætt, Magga skrifstofumanneskja og Hildur þjálfari. Án þeirra hefði verkefnið ekki orðið eins og það varð 🙂
Best að koma fram undir nafni 😉
Voðalegt kvennaveldi var þetta hjá ykkur! Fékk Árni ekki að hafa einhvern Jóa einkaþjálfara eða eitthvað?
nei… við breyttum bara nafninu hans í Jón Árni.. það var svo mikið af Jónum í kringum okkur að við urðum bara að fjölga þeim 🙂
Af hverju i deskotanum vissi eg ekki ad thu vaerir ad blogga ? Sidustu skipti sem eg kikti var bara einhver kvikmyndaleikur. Lata mann vita svona… get svo svarid thad… Kannski hanna forrit til ad baeta samskiptin innan fjolskyldunnar. Ogesslega gaman ad lesa bloggid thitt. Thu ert fyndnari en eg. Sem er samt ekki svo fyndid. Aetladi fyrst ad gera grin ad norda forritara humornum en fattadi svo ad vid tolum orugglega ekkert minna nordalega i bekknum minum. Bah. Klara ad lesa bloggid a morgunn. Tharf ad thjota nuna a heimildarmynd um murinn sem verid er ad reisa milli Israel og palestinu. Svona eru nu fostudagskvold spennandi hja mer…
Alda, Einar hefur greinilega ekki skráð rétta message queue fyrir fjölskylduna, það er eina skýringin sem mér dettur í hug eða þá að hann hefur gleymt að tjékka inn nýjustu breytingar 😉
Hrannar, thad sem eg las var: a masimasimasimas a masi masimas 😉
Buin ad lesa allt bloggid thitt nuna og jafnvel commenta inn a milli. Soldid svona eins og timaflakk.