Af hverju ýtir fólk sem kemur á eftir manni inní lyftu aftur á takkann fyrir hæðina sem það er að fara á jafnvel þó að það sé búið að ýta á hann? Heldur það að lyftan stoppi ekki nema ALLIR sem eru að fara út á hæðinni ýti á takkann?
Af hverju ýtir fólk sem kemur á eftir manni inní lyftu aftur á takkann fyrir hæðina sem það er að fara á jafnvel þó að það sé búið að ýta á hann? Heldur það að lyftan stoppi ekki nema ALLIR sem eru að fara út á hæðinni ýti á takkann?
Mér finnst það nú alveg fyrirgefanlegt en það sem mér finnst svoooo asnalegt er þegar lyftan stoppar og þá fer fólk að troða sé inní lyftuna áður en það hleypir þeim út sem ætla út á hæðinni. Í alvöru talað, hvort haldið þið að sé auðveldara??? 😀
Snilld í vinnunni þegar ég var spurður á hvaða takka ætti að ýta til að komast á 5. hæð 😀
Mér finnst það nú skárra þegar fólk ýtir oft á sama takkann (þó svo að það sé mjög heimskulegt) heldur en þegar fólkið er að fara á hæð sem er neðar en maður er sjálfur að fara. Fólk sem tekur lyftuna upp á þriðju er latt, fólk sem tekur lyftuna upp á aðra… tja… you should cut down on your porklife, mate, get
some exercise!
Úff sammála. Ég þoli ekki þegar fólk tekur lyftuna eina eða tvær hæðir. Það er líka ótrúlegt hvað þessir upp og niður takkar geta vafist fyrir fólki! Og það er ótrúlegt hvað maður getur haft miklar skoðanir á lyftum.
Hehe, já, það virðast allir hafa sterkar skoðanir á lyftum og hvernig fólk notar þær 🙂
Næst þegar þú ferð inn í lyftu fulla af fólki, ekki snúa þér í átt að dyrunum eins og venjulega.. labbaðu bara inn í lyftuna og stattu kjur og glottu helst… og sjáðu hvernig fólk bregst við 🙂
Krakkar mínir, ég get ekki stillt mig yfir öllum þessum lyftuskrifum, ég rakst á alveg frábæra grein um 30 leiðir til að pirra fólk í lyftu :D:D
Þetta er allt frá því að bora í nefið og til þess að reyna að fá alla í lyftunni til þess að koma í hópfaðmlag með sér! Upplagt til að leika í næstu sumarbústaðaferðum :D:D
Mamma ( Hrefna)
Það böggar mig mest þegar maður er á leiðinni upp og einhver “pantar” lyftuna með því að ýta bæði á upp og niður takkann. Áður en maður veit er maður óvart kominn niður í kjallara.
Svo vantar cancel takka í lyftur! Óþolandi að rekast í 3 þegar maður ætlar að ýta á 4. Maður fær svona The fingers you have used are too fat stemningu
Jamm, fólk ýtir á bæði upp og niður takkann og kvartar svo yfir því að lyftan sé “biluð” þegar hún fer ekki strax í þá átt sem það er að fara.