Það verður ekkert smá mikil snilld þegar ég get strákurinn okkar getur farið að leika sér með tæknilegó og fjarstýrða bíla!!
Monthly Archives: May 2005
Nú er komið að eistum
Er að horfa á Eurovision. Gísli Marteinn að kynna:
“Og nú er komið að eistum!”
Hló upphátt. Húmorinn minn er á rosalega háu plani…
Sýning búin
Sýning búin, gekk vel, fæðingarorlof næst á dagskrá, gott mál 🙂
Kyngimagnað sniðmengi
Vorum að fá póst frá dr. Kristni gervigreindartöffara. Þar auglýsir hann eftir “mannsheila” til að vinna “beint í kyngimögnuðu sniðmengi gervigreindar og tölvugrafíkur”. Greinilegt að ef maður vill hljóma gáfaður þá á maður að nota stór orð. Kannski ég reyni að finna einhver svona fín orð til að nota í sumar, á meðan heilinn á mér verður í kyngimögnuðu sniðmengi svefnleysis og bleyjuskipta :).
Luke
Hversu svalt væri það ef ég gæti skírt son minn Luke ?
Lokaverkefni búið!!!
Snilldardagur í gær. Skiluðum inn lokaverkefninu okkar kl. 3 um daginn. Kl. 6 fórum við svo í surprise partý fyrir Guðrúnu sem Nicolai kærastinn hennar hafði planað. Partýið var haldið hjá pabba hennar og var algjör snilld, matur frá Nings, nóg af bjór og rauðvíni og eitthvað vafasamasta geisladiskasafn sem sést hefur!! Eftir að hafa skoðað þetta rosalega geisladiskasafn (Andrea Boccelli/Josh Groban/Norah Jones o.s.fv) þá gátum við ekki annað en ályktað að pabbi hennar Guðrúnar ynni við að semja playlistann fyrir Létt 96.7. En, einmitt þegar við vorum búin að sætta okkur við að eyða kvöldinu í að hlusta á ‘Michael Bolton – The Anthology’, þá kom 11 ára bróðir hennar Guðrúnar okkur til bjargar með KoRn og Guns’n’Roses. Eftir nokkrar sekúndur af Guns’n’Roses disknum kom reyndar í ljós að þetta var panflautuútgáfan af Welcome to the Jungle (ok, ekki alveg, en næsti bær við, Verslóútgáfan) en það var samt 100 sinnum betra en restin af tónlistinni þarna.
Eftir partýið hjá Guðrúnu var svo farið í annað partý hjá Völu. Því miður fer var Singstar græjan ekki í gangi þannig að ég og Vala gátum ekki tekið Daniel Bedingfield dúett en það verður bara gert í næsta partýi. Á endanum fórum við svo í HR partý á Broadway, var þar í nokkra tíma og rölti síðan heim með viðkomu á nammibarnum í 10-11. Fínt kvöld :).
Lokaverkefnisfrasar
Jæja, erum núna að leggja lokahönd á þetta blessaða lokaverkefni. Erum búnir að sitja hérna sveittir í fjóra mánuði við að gera þetta sem best og held að þetta hafi bara komið mjög vel út. Nú er bara djamm á morgun, sýning 19. og útskrift 11. og þá er maður orðinn tölvunarfræðingur :). Erum búnir að vera hérna alla daga og kvöld síðustu vikurnar og húmorinn er orðinn nokkuð súr. Þær setningar sem hafa oftast heyrst undanfarna 4 mánuði hérna í kompunni okkar eru eftirfarandi:
“Getum við ekki notað message queue í þetta?”
“Ertu með alvöru gögn eða ertu að gengereita?”
“…þetta er bara einsog röð af ljósmyndum”
“Word formatting er DAUÐI!”
“Nú verðum við bara að forrita eins og vindurinn!!”
“Eruði búnir að skrá tímana ykkar?”
“Það er eitthvað crappity í gangi”
“Eigum við ekki bara að sleppa stærðfræðilegum reikniritum?”
“Ertu búinn að tjekka inn?”
“Ertu búinn að getta latest?”
“Finnur, geturðu sagt mér aftur hvað ávöxtunarkrafa er?”
“Æi, eigum við ekki bara að gera bloggkerfi?”
Slökun
Fór með Karen í mæðraskoðun í dag. Ljósmóðirin lét okkur fá slökunargeisladisk til að hjálpa okkur að læra slökun fyrir fæðinguna. Ákváðum að tékka aðeins á honum á leiðinni uppí Libra og skelltum honum í geislaspilarann í bílnum. Hann var nokkurnvegin svona:
[Róleg og þægileg panflaututónlist byrjar] ... ... [Mjöööög afslöppuð kvenmannsrödd byrjar að tala] Það... ...er... ...mjög... ...mikilvægt... ...að læra... ...að slaka... ..vel... ... ...á. Byrjum... ...á því... ...að... ... ... ... ... [Hér vorum við hrædd um að grey konan hefði bara sofnað við að þylja þetta upp, en neinei, hún var ennþá vakandi] ...setjast... ... ...niður. ...Síðan... [Hér fór ég út að dæla bensíni á bílinn og missti af svona 3 orðum] ...koma okkur... ... ...í... ...þægilega... ...stell- [Hér slökkti Karen á disknum þar sem hún hélt að ég væri að fara að sofna á miðri Kringlumýrarbrautinni].
Byrjaði samt vel, ætlum að tékka betur á þessu við tækifæri, t.d. þegar maður er kominn heim og getur slakað betur á.
Object reference…
[Bara fyrir tölvunarfræðinema í lokaverkefni…]
Það sem Hrannar ætlar að hafa á legsteininum sínum: “Hrannar Örn Jóhannsson: Object reference not set to an instance of an object”. Þetta fannst mér mjög fyndið þegar Hrannar sagði það í gærkvöldi eftir að við vorum búnir að eyða 12 tímum í að laga villur í forritinu okkar. Ég verð með gjörsamlega ónýtan húmor þegar þetta lokaverkefni verður búið!
Lyftur
Af hverju ýtir fólk sem kemur á eftir manni inní lyftu aftur á takkann fyrir hæðina sem það er að fara á jafnvel þó að það sé búið að ýta á hann? Heldur það að lyftan stoppi ekki nema ALLIR sem eru að fara út á hæðinni ýti á takkann?