Snilldarhelgi. Fórum í vísindaferð á föstudaginn í Landsteina-Streng. Síðast þegar við fórum þangað fyrir 2 árum sögðu þeir okkur frá því að þeir væru með forritara út um allan heim, meðal annars á einhverju átakasvæði í Kúveit þar sem þeir væru forritandi með hjálma. Ég og Bjarni erum búnir að tala oft síðan þá um hversu svalt það væri að fá að forrita með hjálm en því miður sögðu þeir okkur núna að það væru engir forritarar hjá þeim í Kúveit lengur. Finnur sagði samt að Libra væri alveg opið fyrir því að leyfa okkur að forrita með hjálma þannig að ekki er öll von úti enn.
Eftir vísó var svo partý í einhverjum sal í skeifunni þar sem var brjáluð kelling sem átti salinn, var skúrandi dansgólfið meðan fólk var að dansa og reif af manni glös og bjórdósir um leið og maður setti það niður eftir síðasta sopann.
Á laugardaginn var svo afmælispartý hjá Bjarna sem var mjög fínt, hitti meðal annars Eggert, gamlan skólafélaga sem er orðinn yfirkokkur á fínum veitingastað og er búinn að vinna sem kokkur í London og New York. Fórum síðan í bæinn, fór með Bjarna, Grím og Vigga á 11, Kaffibarinn og Sirkus (“What a shitty circus, there’s no animals or clowns!”, hver þekkir kvótið? ). Endaði svo á að fá mér Kebab með Hrannari áður en ég fór heim.
Eyddi síðan gærdeginum í leti. Svo var Skjár 1 að sýna Dirty Harry um kvöldið þannig að það var snilld. Vantaði einhverjar góðar sunnudagsmyndir síðan Rocky hætti, Bleiki pardusinn var ekki alveg að gera sig. Clint Eastwood er náttúrulega mesti töffari á jörðunni, jafnvel þó hann hafi verið í köflóttum jakka. Snilld!
Picadilly Circus í Waynes World 2?
…og það var rétt!:)
Do you feel lucky?…
..well do you punk?!
..mesta snilld 😀
Ég er ekki alveg að sjá hvað er svona kúl við Clint Eastwood… sorry.
Hann er svo ekki kúl að það er kúl
neinei, þú ert eitthvað að misskilja þetta. Hann er víst kúl, ekki af því að hann sé svo ókúl heldur bara af því að hann er svalasti gaur á jörðinni.
ó