Ofanleitisútibú

Samkvæmt einhverjum af þessum endalausu póstum sem ég fæ frá skólanum á hverjum degi er þessi blessaði skóli núna Ofanleitisútibú Háskólans í Reykjavík. Tækniháskólinn er hinsvegar Höfðaútibú. Get ekki sagt að mér finnist Ofanleitisútibú hljóma vel, hljómar eins og banki frekar en háskóli. Mér finnst núna eins og ég sé að fara að fá tölvunarfræðigráðuna mína frá Sparisjóði vélstjóra eða eitthvað. “Stofnaðu sparireikning og fáðu B.Sc. í tölvunarfræði í kaupbæti”.

Er annars bara að skrifa hérna til að komast hjá próflestri. Síðasta prófið sem ég tek í þessum skóla er á morgun, Ný tækni. Hélt þetta yrði mjög skemmtilegur áfangi en var svo bara svona sæmilegur.

Ætli maður verði ekki að fara að huga að nýjum stað til að geyma þessa síðu fyrst skólinn er að klárast. Einhver sem getur bent mér á einhvern stað sem getur host-að asp síður og er á góðu verði (<= 0 kr.) ? Eða einhver sem veit hvort maður fær að eiga plássið sitt hérna áfram?

4 thoughts on “Ofanleitisútibú

  1. Karen

    Finnst þér Ofanleitisútibú slæmt??? Veistu að Landsbankinn hérna HEITIR Höfðaútibú??? 😀 Það má kannski semja um hagstæða yfirdráttarvexti og svona…

  2. Unnur

    Það er fullt af fólki með síður hjá HÍ eða HR sem eru ekki lengur í skólunum…það hlýtur að vera hægt að hafa plássið sitt áfram. Veit samt ekki hvort það kostar eitthvað. Svo verðiði nú að setja upp barnasíðu svo maður geti fylgst með litla guttanum;)

  3. einar

    Karen: :D, jamm, kannski ég sendi póst á Guðfinnu og spurji aðeins um yfirdráttarvexti…

    Unnur: Jamm, ég skelli upp síðu þegar litli guttinn fæðist.

  4. lauga

    Mig minnir að þeir hafi sagt að maður fengi að halda því í allavega ár eftir að maður útskrifast.. bæði með póstinn og svæðið.. en ég man það samt ekki alveg.. ég er einmitt mikið að pæla í þessu líka

Comments are closed.