IE samsæri

[Bara fyrir nörda]

Breytti í gær upphafssíðunni í Internet Explorer í vinnunni. Hún var stillt á msn.com sem er default-ið fyrir Explorer en ég breytti henni í síðu verkbeiðnakerfisins í vinnunni því það er eina síðan sem ég skoða í Explorer. Þegar ég kem svo í vinnuna í morgun þá er nýja Microsoft AntiSpyware forritið búið að keyra um nóttina og tilkynnir mér að það hafi fundið merki um stórhættulegt spyware á vélinni minni:

Possible Browser Hijack

Threat level: High

Description: Possible Browser Hijack redirects Internet Explorer.

Advice: This is a very high risk threat and should be removed immediately as to prevent harm to your computer or your privacy.

Ég fylgdi að sjálfsögðu ráðum þessa geysiöfluga forrits og remove-aði þetta high risk threat og þá stillti forritið upphafssíðuna mína aftur á msn.com. Snilldarforrit!

1 thought on “IE samsæri

Comments are closed.