Páskar

Páskadagur á morgun. Trúarhátíðin þar sem við minnumst dauða og upprisu Jesú Krists með því að éta súkkulaðiegg og loka videoleigum. Þó að ég sé nú orðinn 24 ára, að verða pabbi, og hafi ekki búið hjá mömmu og pabba í 4 ár þá er ég nú samt nokkuð viss um að mamma eigi eftir að splæsa á mig páskaeggi á morgun. Annars er ég búinn að fá eitt páskaegg nú þegar, lokaverkefnisfyrirtækið okkar, Libra, gaf okkur öllum páskaegg nr. 4. Þegar ég fer að sækja um vinnur í haust ætla ég pottþétt að sækja fyrst um hjá fyrirtækjum sem gefa manni páskaegg, t.d. Libra eða tölvudeild Nóa Siríus.