Eru eldveggir drasl?

Er að fara á tölvunarfræðifyrirlestur á morgun. Fékk póst um hann áðan, subjectið var:

Tæknimessa á morgun milli 11 og 12 stofa 201: Eru eldveggir drasl?

Engir nema tölvunarfræðingar mundu hafa svona nafn á fyrirlestri! Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að viðskiptadeildin fái einhvern MBA viðskiptafræðing í heimsókn til að halda fyrirlesturinn “Er ávöxtunarkrafa drasl?”. Eða lagadeildin: Í dag mun Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari halda fyrirlestur þar sem hann mun leitast við að svara spurningunni “Er viðskiptalögfræði drasl?”.

Held ekki.

1 thought on “Eru eldveggir drasl?

Comments are closed.