Fattaði í dag að ég á að skila ritgerðinni minni í Ný tækni á morgun kl. 5. Hélt að það væri á mánudaginn og var bara búinn með þriggja blaðsíðna uppkast. => Skrifa ritgerð í nótt + skrifa ritgerð allan daginn á morgun.
stuð…
Fattaði í dag að ég á að skila ritgerðinni minni í Ný tækni á morgun kl. 5. Hélt að það væri á mánudaginn og var bara búinn með þriggja blaðsíðna uppkast. => Skrifa ritgerð í nótt + skrifa ritgerð allan daginn á morgun.
stuð…
Páskadagur á morgun. Trúarhátíðin þar sem við minnumst dauða og upprisu Jesú Krists með því að éta súkkulaðiegg og loka videoleigum. Þó að ég sé nú orðinn 24 ára, að verða pabbi, og hafi ekki búið hjá mömmu og pabba í 4 ár þá er ég nú samt nokkuð viss um að mamma eigi eftir að splæsa á mig páskaeggi á morgun. Annars er ég búinn að fá eitt páskaegg nú þegar, lokaverkefnisfyrirtækið okkar, Libra, gaf okkur öllum páskaegg nr. 4. Þegar ég fer að sækja um vinnur í haust ætla ég pottþétt að sækja fyrst um hjá fyrirtækjum sem gefa manni páskaegg, t.d. Libra eða tölvudeild Nóa Siríus.
Þar sem það er föstudagurinn langi í dag hefur BSÍ ákveðið að selja langlokurnar sínar með 20% aukaálagningu, til heiðurs Jesú. Gott mál.
Hrannar fann .NET library á netinu um daginn sem leyfir manni að tala við MSN protocol-ið. Ég notaði það til að búa til smá msn bot sem maður getur talað við. Bottinn er mjög heimskur en hann getur samt pikkað upp nokkra hluti, t.d. ‘hvað heitirðu?’, ‘hvað ertu gamall?’, spurningar sem byrja á ‘ertu’, t.d. ‘ertu vélmenni?’ og setningar sem byrja á ‘þú ert’. Skilur líka blótsyrði, setningar sem enda á ‘?’ og nokkra aðra hluti en fyrir utan það svarar hann algjörlega random. Þeir sem vilja prófa að tala við hann geta addað einarbot@hotmail.com á msn hjá sér og prófað að segja hæ við hann.
Yessssssss, kominn með nýjan síma, fékk hann í fyrirfram útskriftargjöf frá Karen. Var líka alveg kominn tími á nýjan síma, gamli síminn var orðinn ferlega slappur. Farsímar eru orðnir frekar pointless ef maður þarf alltaf að ganga með risastórt hleðslutæki í vasanum og kasta sér á næstu rafmagnsinnstungu um leið og síminn hringir. Ég hefði náttúrulega líka getað reddað þessu með því að kaupa bara nokkrar 10 metra framlengingarsnúrur og hafa gamla símann bara alltaf tengdan í rafmagn en það hefði nú ekki verið jafn svalt og þetta!
Jæja, kominn nýr vefur fyrir Háskólann í Reykjavík. Er mjög flottur bara, mun flottari en gamli HR vefurinn. Það eina sem mér finnst glatað eru þessir risaauglýsingaborðar sem eru efst á hverri síðu með mynd af einhverjum nemanda og einhver hallæris stikkorð með sem eiga að sýna hvað skólinn sé nú æðislegur og frábær. Þetta er t.d. einn af þeim:
Hin gullkornin sem eru á þessum auglýsingaborðum eru m.a:
Ég væri nú alveg til í að víkka sjóndeildarhringinn…, vinna raunhæf verkefni… og vera í krefjandi námi… sem er í nálægð við atvinnulífið… . Og ekki væri nú verra að gera þetta allt með frábærum nemendum… og framúrskarandi leiðbeinendum… og fá sér gott veganesti… í mötuneytinu. En að sjá einhverja hvatningar-slepju-auglýsingastofu-drasl auglýsingar á ekki eftir að láta mig sækja um þarna ;).
Fyrir þá sem eru að gera þjöppunarverkefni í Stærðfræðilegum Reikniritum þá er þessi síða snilld: http://neopoleon.com/blog/posts/2493.aspx. Sá link á hana á síðunni hjá Sverri í fyrra þegar þetta verkefni var í gangi, er nokkuð viss um að hún eigi eftir að koma að góðu gagni!
Var að gera mér grein fyrir að ég missti víst af Rocky 5 á sunnudaginn þar sem ég var að vinna í lokaverkefni fram á nótt. Þar kemur víst í ljós að Rocky er heilaskaðaður!! Who knew ?! Verð greinilega að leigja hana á dvd þegar þetta blessaða lokaverkefni er búið!
Er að fara á tölvunarfræðifyrirlestur á morgun. Fékk póst um hann áðan, subjectið var:
Tæknimessa á morgun milli 11 og 12 stofa 201: Eru eldveggir drasl?
Engir nema tölvunarfræðingar mundu hafa svona nafn á fyrirlestri! Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að viðskiptadeildin fái einhvern MBA viðskiptafræðing í heimsókn til að halda fyrirlesturinn “Er ávöxtunarkrafa drasl?”. Eða lagadeildin: Í dag mun Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari halda fyrirlestur þar sem hann mun leitast við að svara spurningunni “Er viðskiptalögfræði drasl?”.
Held ekki.