Monthly Archives: February 2005

Numb3rs

Stærðfræðileg greining strikes back! Erum núna að byrja í gervigreindarpartinum á Stærðfræðilegum reikniritum sem ég hélt að mundi vera snilld, forrita talandi róbota eða gáfaðar þvottavélar eða eitthvað, en þá kemur í ljós að það er bara meiri stærðfræðileg greining, diffrun og heildun! Ég sem hélt að ég væri búinn með það að eilífu.

Nýji uppáhaldsþátturinn minn er annars um stærðfræði, nokkurnveginn. Heitir Numb3rs og fjallar um tvo bræður, annar er lögga og hinn stærðfræðisnillingur. Stærðfræðisnillingurinn lítur að sjálfsögðu út eins og hann sé klipptur úr Dressmann auglýsingu (eins og stærðfræðisnillingar gera nú yfirleitt) og er mjög duglegur við að hjálpa löggubróður sínum að leysa mál með hjálp flókinna stærðfræðijafna. Er búinn að horfa á 2 fyrstu þættina og formúlan fyrir þáttunum virðist vera nokkurnveginn svona:

  1. Raðmorðingi/bankaræningjar/hryðjuverkamenn eru búnir að drepa/ræna/sprengja á nokkrum stöðum í borginni.
  2. Stærðfræðisnillingurinn kemur til bróður síns með snilldarformúlu og reference í einhver fræg lögmál til að redda málinu. “Ég er með lausnina, samkvæmt Heisenberg-formúlunni/3. lögmáli Einstein/Wulff Morgenthaler-jöfnunni er hægt að finna út hvar þeir láta næst til skarar skríða. Ég er kominn með formúlu sem ég reiknaði út, x2 + 3″.
  3. Löggurnar fara á staðinn sem stærðfræðisnillingurinn benti á en það er einhverskonar klúður og vondu kallarnir mæta ekki og fólk deyr.
  4. Stærðfræðisnillingurinn er í öngum sínum, trúir því ekki að x2 + 3 hafi ekki virkað og fer heim í bílskúr þar sem hann krotar mikið af stærðfræðiformúlum á krítartöflur meðan töff tónlist hljómar í bakgrunni.
  5. Stærðfræðisnillingurinn kemur hlaupandi til löggubróður síns á síðustu stundu, “ég fann villuna, ég fann villuna, þetta átti að vera x2 + 4, ekki x2 + 3!!”
  6. Löggur ná vonduköllum, allt endar vel.

Þetta er semsagt snilldarþáttur sem ég ætla að halda áfram að fylgjast með 🙂

Shogun Assassin

Shogun Assassin“When I was little… my father was famous. He was the greatest samurai in the empire; and he was the Shogun’s decapitator. He cut off the heads of a hundred and thirty-one lords. It was a bad time for the empire. The Shogun just stayed inside his castle — and he never came out. People said his brain was infected by DEVILS. My father would come home — he would forget about the killings. He wasn’t scared of the Shogun, but the Shogun was scared of him. Maybe that was the problem. Then, one night… the Shogun sent his ninja spies to our house. They were supposed to kill my father… but they didn’t. That was the night everything changed.”

Var að horfa á mikla snilldarmynd um daginn, Shogun Assassin. Þetta er japönsk samúræjamynd frá 1980, döbbuð á ensku og fjallar um mikinn samúræja, Lone Wolf, sem ferðast með 5 ára son sinn um Japan og er stanslaust að berjast við ninjur. Þeir sem hafa séð Kill Bill 2 og muna eftir því þegar litla stelpan vill fá að horfa á video muna kannski eftir byrjunarorðunum í myndinni, þau eru sögð af litlum krakka og heyrðust mjög greinilega í Kill Bill. (Þetta var líka notað sem sampl á Wu-Tang plötunni Liquid Swords sem ég fílaði þegar ég var 14 🙂 ).

Maður sér líka í þessari mynd ýmsar fyrirmyndir fyrir Kill Bill, t.d. hvernig blóðið sprautast á fullu þegar samúræjinn heggur hausa og hendur af fólki og það er líka gamall kall sem er með hvítt sítt hár og svakalegar augnabrúnir sem er ekki ósvipaður gamla gaurnum sem þjálfaði Umu Thurman í Kill Bill. Það sem er svo extra cool er að aðalgaurinn sem er svona fertugur japanskur samúræji er döbbaður á ensku með svakalegri bandarískri töffararödd. Ég mæli sterklega með því að allir kíki á þessa mynd!

Nokkur góð kvót úr myndinni:

“I am the supreme Ninja!”

Lone Wolf, prepare to DIE!”

“Now we will show you…. Masters of Death!!!”