Er að horfa á Rocky IV í sjónvarpinu. Sylvester Stallone as Rocky, Dr. Bjarki as Ivan Drago. Þessi mynd er svo mikið 80’s að það er ekki fyndið. Sérstaklega ofurgervigreinda vélmennið sem Rocky gaf bróður konunnar sinnar í afmælisgjöf og passar eeengan veginn inní þessa mynd á nokkurn hátt. En það er allt í lagi, allar myndir verða strax 50% betri ef maður setur vélmenni í þær (Ef vélmennin líta út eins og menn geta þær orðið allt að 90% betri, sbr. Terminator). Er núna búinn að horfa á 4 Rocky myndir á 4 vikum, á bara eftir að horfa á Rocky 5, hef aldrei séð hana. Annars er Drago að standa sig þrusuvel, er búinn að segja í heildina 2 setningar í myndinni, “YOU LOSE” og “I MUST BREAK YOU”. Geysigóð persónusköpun hér á ferð. Væri annars til í að vaka í alla nótt og horfa á Óskarsverðlaunin en er ekki með stöð 2 :(.