Tónleikar á Gauknum

Fór með Gísla á tónleika í gær á Gauknum. Ensími, Hoffmann, Bacon, Dimma og ein enn sem ég man ekki hvað hét voru að spila. Þetta var “Jarðarfararrokk, óformleg útför Tækniháskóla Íslands”. Hef ekki farið á tónleika í lengri tíma þannig að þetta var helvíti gaman. Bacon var ágætt, Dimma var mikil metalsnilld, Hoffman var sæmileg og sú sem ég man ekki hvað heitir var frekar slöpp. Ekkert djamm samt, bara 2 bjórar og Hlölli. (Netabátur, enginn steinbítur til. Eftirspurn eftir steinbítshlölla virðist ekki vera jafn mikil og maður hefði haldið…)

2 thoughts on “Tónleikar á Gauknum

  1. Hrannar

    já þetta hefur verið stuð. þú misstir ekki af miklu í gær, hálf rólegu partý þar sem skiptinemarnir virtust vera alveg hauslausir en náðu samt að vera háværastir og leiðinlegastir :S En undirritaður náði nú samt að taka smá *Tom cruise úr coctail* move á þetta 😉 hotn sweet á flugi í þrísixtí, eplasnafsinn tekinn blindandi aftur á bak og allt að gerast

Comments are closed.