Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég kalt mat á því hversu góðar mismunandi tegundir af kóki væru. Það má sjá hér. Síðan þá hefur bæst við ný kóktegund, Coca Cola Light, sem er ekki diet kók heldur önnur tegund af sykurlausu kóki. Ákvað að smakka það í þágu vísindanna og niðurstaðan er:
Coca Cola Light: Betra en Diet coke, verra en piss. Með sama ógeðssæta NutraSweet bragði og Pepsi Max. 0 stjörnur.
Hef reyndar líka séð sykurlaust OG koffínlaust kók (einnig þekkt sem “vatn”) í Hagkaup, það er í svona brúnum 330ml dósum en hef ekki prófað það þannig að get ekki dæmt um hversu gott það er. Annars er eini sykurlausi gosdrykkurinn sem er góður að sjálfsögðu Sprite Zero!
Jamm, held að allir kóla-drykkir verði alltaf vondir þegar þeir eru sykurlausir. En ég er samt búin að taka eftir geðveiku trendi hjá strákum og köllum núna: Pepsi Max! Það ætla sem sagt allir að reyna að draga úr sykurneyslunni en reyna að missa ekki kúlið (sem þeir gera samt) með því að drekka Pepsi Max 😀
Annars held ég að Coca Cola sér komið í hnignum á líftímakúrfunni.