Nýherjavísindaferð

Ágætis vísindaferð í gær, fórum í Nýherja. Fengum 3 fyrirlestra, einn um SAP kerfið frá einhverjum yfirmanni sem var allt í lagi, einn góðan frá forritara um low level dótið í kerfinu sem hann sagði að væri mjög þýskt og maður gæti rekist á breytunöfn eins og “der fuhrer” og að lokum fengum við einn fyrirlestur frá einhverjum super slick jakkafatagaur um hvernig .NET væri framtíðin og hvernig við ættum að haga okkur til að fá vinnu. Reyndum að fara í smá drykkjuleik í fyrsta fyrirlestrinum, drekka þegar gaurinn sagði SAP en gáfumst eiginlega strax upp þar sem hann sagði SAP álíka oft og strumparnir segja strump. “SAP kerfið er geysiöflugt, við höfum SAP-forritara og SAP-ráðgjafa sem kenna SAP-viðskiptavinunum á hina ýmsu hluta SAP, t.d. mannauðsSAP, logisticsSAP, accountingSAP og fleiri SAP-hluti. Endilega fáið ykkur smá bjórSAP meðan þið hlustið á SAP-fyrirlesturinnSAP.”

Fórum svo í sal þar sem var haldið áfram keppninni OfurNjörður 2005 við HÍ. Vorum búin að vinna í fótbolta og dodgeball fyrr um daginn. Unnum í vélritun, töpuðum í Singstar,Eyetoy og Twister. Eyetoy er definitely mest dull drasl ever, a.m.k. þessi leikur sem var keppt í þarna. Töpuðum svo bjórdrykkjukeppninni sem er nú helvíti slappt og enduðum á því að tapa OfurNjerði. Gengur bara betur næst…

1 thought on “Nýherjavísindaferð

Comments are closed.