Numb3rs

Stærðfræðileg greining strikes back! Erum núna að byrja í gervigreindarpartinum á Stærðfræðilegum reikniritum sem ég hélt að mundi vera snilld, forrita talandi róbota eða gáfaðar þvottavélar eða eitthvað, en þá kemur í ljós að það er bara meiri stærðfræðileg greining, diffrun og heildun! Ég sem hélt að ég væri búinn með það að eilífu.

Nýji uppáhaldsþátturinn minn er annars um stærðfræði, nokkurnveginn. Heitir Numb3rs og fjallar um tvo bræður, annar er lögga og hinn stærðfræðisnillingur. Stærðfræðisnillingurinn lítur að sjálfsögðu út eins og hann sé klipptur úr Dressmann auglýsingu (eins og stærðfræðisnillingar gera nú yfirleitt) og er mjög duglegur við að hjálpa löggubróður sínum að leysa mál með hjálp flókinna stærðfræðijafna. Er búinn að horfa á 2 fyrstu þættina og formúlan fyrir þáttunum virðist vera nokkurnveginn svona:

  1. Raðmorðingi/bankaræningjar/hryðjuverkamenn eru búnir að drepa/ræna/sprengja á nokkrum stöðum í borginni.
  2. Stærðfræðisnillingurinn kemur til bróður síns með snilldarformúlu og reference í einhver fræg lögmál til að redda málinu. “Ég er með lausnina, samkvæmt Heisenberg-formúlunni/3. lögmáli Einstein/Wulff Morgenthaler-jöfnunni er hægt að finna út hvar þeir láta næst til skarar skríða. Ég er kominn með formúlu sem ég reiknaði út, x2 + 3″.
  3. Löggurnar fara á staðinn sem stærðfræðisnillingurinn benti á en það er einhverskonar klúður og vondu kallarnir mæta ekki og fólk deyr.
  4. Stærðfræðisnillingurinn er í öngum sínum, trúir því ekki að x2 + 3 hafi ekki virkað og fer heim í bílskúr þar sem hann krotar mikið af stærðfræðiformúlum á krítartöflur meðan töff tónlist hljómar í bakgrunni.
  5. Stærðfræðisnillingurinn kemur hlaupandi til löggubróður síns á síðustu stundu, “ég fann villuna, ég fann villuna, þetta átti að vera x2 + 4, ekki x2 + 3!!”
  6. Löggur ná vonduköllum, allt endar vel.

Þetta er semsagt snilldarþáttur sem ég ætla að halda áfram að fylgjast með 🙂

9 thoughts on “Numb3rs

  1. Anonymous

    Við skulum ekki gleyma að báðir bræðurnir eru single og stærðfræðiseníinn er alltaf illa rakaður með “varaðreiknaíallanóttogsofnaði” lookið sem er mjöööööög sexy!

  2. Friðrik

    Mjög fyndið blogg 😀 Verð að sjá þennan þátt! Varðandi fyrstu efnisgrein þá er allt í heiminum bara stærðfræðigreining (þó að Unnur sé örugglega ósammála) 😉

  3. einar

    Karen: Svo þú ert hrifinn af þessu looki? Það er ágætt því ég er ekki búinn að raka mig og þarf sennilega að reikna fyrir Stærðfræðileg reiknirit í alla nótt…

    Friðrik: Mér finnst tilhugsunin um að allt í heiminum sé stærðfræðigreining mjög depressing! Hvernig er annars með pabba þinn, er hann ekkert fenginn í að hjálpa löggunni að leysa mál og svona? 😉

  4. Unnur

    ja og gleymdi thessu med “varadreiknaiallanott” lookid…hemmm get ekki alveg imyndad mer hvernig thad getur verid sexy eeeeen eg skal svo sem ekki fullyrda neitt fyrr en eg se thetta;)

Comments are closed.