Er að horfa á Rocky IV í sjónvarpinu. Sylvester Stallone as Rocky, Dr. Bjarki as Ivan Drago. Þessi mynd er svo mikið 80’s að það er ekki fyndið. Sérstaklega ofurgervigreinda vélmennið sem Rocky gaf bróður konunnar sinnar í afmælisgjöf og passar eeengan veginn inní þessa mynd á nokkurn hátt. En það er allt í lagi, allar myndir verða strax 50% betri ef maður setur vélmenni í þær (Ef vélmennin líta út eins og menn geta þær orðið allt að 90% betri, sbr. Terminator). Er núna búinn að horfa á 4 Rocky myndir á 4 vikum, á bara eftir að horfa á Rocky 5, hef aldrei séð hana. Annars er Drago að standa sig þrusuvel, er búinn að segja í heildina 2 setningar í myndinni, “YOU LOSE” og “I MUST BREAK YOU”. Geysigóð persónusköpun hér á ferð. Væri annars til í að vaka í alla nótt og horfa á Óskarsverðlaunin en er ekki með stöð 2 :(.
Monthly Archives: February 2005
Henti póstforriti
Henti út póstforritinu sem ég setti inn í gær þar sem ég komst að því að það virkaði bara á local neti :(. Laga það kannski einhverntímann seinna ef mér leiðist.
IKEA Lego
Settum saman kommóðu frá IKEA í gær. Húsgögn frá IKEA eru einsog Lego fyrir fullorðna…
Coca Cola Light
Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég kalt mat á því hversu góðar mismunandi tegundir af kóki væru. Það má sjá hér. Síðan þá hefur bæst við ný kóktegund, Coca Cola Light, sem er ekki diet kók heldur önnur tegund af sykurlausu kóki. Ákvað að smakka það í þágu vísindanna og niðurstaðan er:
Coca Cola Light: Betra en Diet coke, verra en piss. Með sama ógeðssæta NutraSweet bragði og Pepsi Max. 0 stjörnur.
Hef reyndar líka séð sykurlaust OG koffínlaust kók (einnig þekkt sem “vatn”) í Hagkaup, það er í svona brúnum 330ml dósum en hef ekki prófað það þannig að get ekki dæmt um hversu gott það er. Annars er eini sykurlausi gosdrykkurinn sem er góður að sjálfsögðu Sprite Zero!
Tónleikar á Gauknum
Fór með Gísla á tónleika í gær á Gauknum. Ensími, Hoffmann, Bacon, Dimma og ein enn sem ég man ekki hvað hét voru að spila. Þetta var “Jarðarfararrokk, óformleg útför Tækniháskóla Íslands”. Hef ekki farið á tónleika í lengri tíma þannig að þetta var helvíti gaman. Bacon var ágætt, Dimma var mikil metalsnilld, Hoffman var sæmileg og sú sem ég man ekki hvað heitir var frekar slöpp. Ekkert djamm samt, bara 2 bjórar og Hlölli. (Netabátur, enginn steinbítur til. Eftirspurn eftir steinbítshlölla virðist ekki vera jafn mikil og maður hefði haldið…)
Steinbítsburrito
Fengum steinbítsburrito í matinn í Libra. Þegar ég hugsa um mexíkanskan mat þá er steinbítur ekki það fyrsta sem kemur í hugann. Hinsvegar þar sem kokkurinn í Libra er snillingur þá var það reyndar ansi gott bara. Ætla definitely að biðja um steinbítsburrito ef ég fer einhverntímann til Mexico 😉
Fyrsta verkefnaskoðun búin!
Fyrsta verkefnaskoðun búin :). Nú er bara að forrita ákvarðanatökutré og tauganet fyrir stærðfræðileg reiknirit og svo multicast verkefni í Dreifðum kerfum. Stuð.
Brandari
Q: Why does Noddy have a bell in his hat?
A: ‘Cause he’s a cunt!
Las þennan eðalbrandara í viðtali við Ricky Gervais í blaðinu Q. Ricky Gervais er aðalgaurinn í The Office sem ég hef aldrei horft á af viti en sumir segja að sé snilld. Hann var semsagt spurður hvort hann kynni einhverja brandara og þetta var brandarinn sem hann kom með. Skelfilegur brandari en mér fannst hann samt mjög fyndinn af einhverjum ástæðum. (Noddy er btw Doddi á íslensku, Doddi og Eyrnastór voru söguhetjur í einhverjum barnabókum hérna í gamla daga og þar var hann með asnalega húfu með bjöllu).
Einkabankayfirlit
Yfirlit úr netbankanum mínum eftir tölvunarfræðidjammið á föstudaginn. Mjög viðeigandi…
Nýherjavísindaferð
Ágætis vísindaferð í gær, fórum í Nýherja. Fengum 3 fyrirlestra, einn um SAP kerfið frá einhverjum yfirmanni sem var allt í lagi, einn góðan frá forritara um low level dótið í kerfinu sem hann sagði að væri mjög þýskt og maður gæti rekist á breytunöfn eins og “der fuhrer” og að lokum fengum við einn fyrirlestur frá einhverjum super slick jakkafatagaur um hvernig .NET væri framtíðin og hvernig við ættum að haga okkur til að fá vinnu. Reyndum að fara í smá drykkjuleik í fyrsta fyrirlestrinum, drekka þegar gaurinn sagði SAP en gáfumst eiginlega strax upp þar sem hann sagði SAP álíka oft og strumparnir segja strump. “SAP kerfið er geysiöflugt, við höfum SAP-forritara og SAP-ráðgjafa sem kenna SAP-viðskiptavinunum á hina ýmsu hluta SAP, t.d. mannauðsSAP, logisticsSAP, accountingSAP og fleiri SAP-hluti. Endilega fáið ykkur smá bjórSAP meðan þið hlustið á SAP-fyrirlesturinnSAP.”
Fórum svo í sal þar sem var haldið áfram keppninni OfurNjörður 2005 við HÍ. Vorum búin að vinna í fótbolta og dodgeball fyrr um daginn. Unnum í vélritun, töpuðum í Singstar,Eyetoy og Twister. Eyetoy er definitely mest dull drasl ever, a.m.k. þessi leikur sem var keppt í þarna. Töpuðum svo bjórdrykkjukeppninni sem er nú helvíti slappt og enduðum á því að tapa OfurNjerði. Gengur bara betur næst…