Nammi í reikning

Get fengið mér nammi og kók í reikning hjá Libra. Er ekki svo viss um að þetta sé góð hugmynd. Sé fram á að í lokaskoðun á kerfinu segi þeir “Já, ágætis kerfi hjá ykkur en þú skuldar okkur 82.000 í nammireikning”. Get kannski fengið einhverskonar greiðsludreifingu á þetta, tekið þetta á 36 mánuðum. Hinsvegar er nú nammið á mjög góðu verði, get t.d. keypt Florida súkkulaðistykki (eins og hraun, nema með kókos utaná ) á 40 krónur. 40 krónur!! Á þessu verði hef ég ekki efni á að kaupa það ekki!!

Og einnar spurningar kvikmyndagetraun í lokin, 40 króna Florida í verðlaun. Í hvaða mynd var eftirfarandi sagt:

“1.21 Gigawatts? 1.21 GIGAWATTS?!?!? Great Scott!”

Svör falin þangað til 16:00 á sunnudaginn 30. jan.

3 thoughts on “Nammi í reikning

  1. Einar

    Jamm, hafið bæði rétt fyrir ykkur. Friðrik, ég skelli bara einu Florida stykki í DHL til þín…

Comments are closed.