Smá gáta, í verðlaun fyrir rétt svar er… …ekkert.
Þú ert í gameshow, það eru 3 hurðir, bakvið eina hurðina eru 1.000.000$, bakvið hinar tvær er ekkert. Þú byrjar á því að velja eina hurð en mátt ekki opna hana! Þegar þú ert búinn að því þá opnar stjórnandinn aðra af hinum hurðunum sem þú valdir ekki og sýnir þér að bakvið hana er ekkert. Svo býður hann þér að annaðhvort halda þig við hurðina sem þú valdir upphaflega eða skipta og velja hina hurðina sem hann var ekki búinn að opna. Hvort áttu að halda þig við upphaflegu hurðina þína eða skipta, þ.e. hvort gefur þér betri líkur á að vinna?
Svör verða falin þangað til kl. 16:00 á morgun.
Skipta…skritin tolfraedi samt
Ég las einhvern tímann alveg voðalega ítarlega lýsingu á þessu, og tölfræðilega er víst betra að breyta, sama hversu ótrúlega fáránlega það hljómar.
Halda sig við hurðina sem maður valdi sér fyrst
Þú átt að skipta.
Unnur, Árni og Friðrik hafa öll rétt fyrir sér, maður á að skipta, þá hefur maður 2/3 líkur á að fá peningana. Hljómar skringilega en þegar maður velur sér hurð í byrjun þá eru að sjálfsögðu 2/3 líkur á að maður velji tóma hurð. Ef þú velur tóma hurð þá verður stjórnandinn að opna hinu tómu hurðina og þá muntu vinna ef þú skiptir. => 2/3 líkur á að vinna ef maður skiptir.
Unnur, Árni og Friðrik fá öll ekkert í verðlaun, en Lauga hinsvegar fær ekkert því hún svaraði vitlaust.
Hvetjandi að hafa svona góð verðlaun 😉
Fæ ég þá heldur ekki skammarverðlaun?
en þeir sem svöruðu ekki???? fá þeir engin verðlaun???
Þeir sem svöruðu ekki fá ekkert. En það eru ekki verðlaun, það er bara ekkert af því að þeir svöruðu ekki.