Eins og allir lesendur þessarar síðu (allir 3-4…) væntanlega vita eigum ég og Karen von á barni í sumar :). Næsta mánudag er svo sónar þar sem við fáum að vita kynið. Að vita kynið er gott því þá getur maður strax útilokað helminginn af öllum nöfnum. Reyndar erum við búin að pæla í nokkrum nöfnum og útiloka þau nú þegar:
- Einar 2.0
- Svarthöfði
- Ástþór
- Línus Gauti
- Svarthöfði sem seinna nafn
- Einar++
- Java
- Napóleon
- R2D2
Kemur betur í ljós á mánudaginn, þá getum við útilokað miklu fleiri. Vorum annars í Eymundsson fyrir nokkrum vikum og sáum þar afmælisdagabók. Ákváðum að kíkja á 12. júní (áætlaður fæðingardagur) og lýsingin þar var einhvernveginn svona:
Þú ert mjög jákvæð manneskja. Þú ert svo rosalega jákvæð að stundum fer yfirþyrmandi jákvæðni þín í taugarnar á fólki. Gott starf fyrir þig væri t.d. einkaþjálfari.
Hmmmm. Ég efast stórlega um að mitt barn gæti orðið yfirþyrmandi jákvæður einkaþjálfari!! Sérstaklega þar sem ég er, ehemm, ekki yfirþyrmandi jákvæður og ansi langt frá því að vera einkaþjálfari! Þetta er held ég mesta andstæða við mig sem hægt væri að finna! Kíktum á 13. til öryggis til að sjá hvað gerðist ef þetta drægist aðeins:
Þú ert langt á undan þinni samtíð. Fólk notar oft orð einsog “brjálaður”, “hættulegur” og “sérstakur” til að lýsa þér.
Brjálæðingur eða yfirþyrmandi jákvæður einkaþjálfari? Stefnum definitely á brjálæðing!
Hahahaha skemmtileg afmælisdagabók.. verð að fá mér svona 😀
En innilega til hamingju 8)
…en viljiði virkilega vita kynið? Æji.. ég persónulega myndi ekki vilja það (held ég.. hvað veit ég, ekki er ég ólétt)
Ein í vinnunni sem er ólétt geymir bréfið sem segir kynið út í bíl.. ef vera skyldi að hún vildi allt í einu vita það, en hún er að hugsa um að geyma það. Hún hafði líka heyrt að ef maður vissi ekki kynið þá gæfi það manni aukaorku í fæðingunni því maður væri svo spenntur að vita hvors kyns 😀
Já brjálæðingur hljómar definitely betur:D
heyrðu og já, hvað á könnunin eiginlega að þýða….pepsí er 1000* betra og hana nú. Viltu vinsamlegast laga þettta8)
Lauga: Er alltof forvitinn til að fá ekki að vita þetta! Gæti ekki staðið við hliðina á lækni sem vissi þetta og ekki látið hann segja það.
Gunni: Hlusta ekki á matarráð frá manni sem borðar pulsur með kokteilsósu 😉
HEy! ég borða ekki pUlsur með kokteilsósu heldur borða ég pYlsur með kokteilsósu…rétt skal vera rétt…:D
Jæjja ég man nú ekki eftir að öll þessi nöfn hafi verið borin undir mig nema svarthöfði (sem venst samt óvenjufljótt þegar sumir eru alltaf að tönglast á því ofan í maganum á mér) En það er dáldið fyndið að öll nöfnin sem þú nefnir hérna eru strákanöfn! 😀
Gunni: Tek ekki mark á pulsu-með-kokteilsósu-étandi stafsetningarnasistum!
Karen: Nei, ákvað uppá mitt einsdæmi að flest af þeim kæmust nú sennilega ekki gegnum mannanafnanefnd. Annars er Java nú stelpunafn!
Innilega til hamingju. Barnið má bara helst ekki koma þann 11, þá er útskrift:)
Nafnið Java er ekki til samkvæmt http://www.behindthename.com/ og flest nöfnin sem komast nálægt því eru strákanöfn þ.a. ég veit ekki alveg hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að það sé stelpunafn 🙂 Aukakomment: Veit ekki um neinn sem hefur fundið tilefni til að nota hinn frábæra strikethrough fítus áður. Snilldarhugmynd!
Guðrún Lára: Takk, vonum að það komi ekki nákvæmlega á útskriftinni 🙂
Friðrik: pfff, þetta er bara rugl. Augljóslega kvenmannsnafn, Java Einarsdóttir! Næst reynirðu kannski að segja mér að Sturla sé ekki kvenmannsnafn?
Og já, strikethrough tagið kemur sterkt inn, er enn að reyna að finna stað þar sem ég get notað <blink> tagið samt. 🙂
Get ekki bedid eftir ad fa ad vita kynid! Thid verdid ad segja okkur strax;) Og thad er sko skemmtilegast i heimi ad vita kynid, hefdi aldrei truad thvi hvad thad er gaman! Hins vegar getur alltaf verid ad naflastrengur liti ut fyrir ad vera eitthvad annad:D
…og thetta er greinilega mjog visindaleg afmaelisdagabok…thad er mjog liklegt ad storfelld personuleikabreyting eigi ser stad hja ollum ofaeddum bornum a midnaetti thann 13. juni:D
Unnur: Já, þetta var mjög vísindaleg bók, eflaust eftir fræðimenn sem eru mjög virtir á sínu sviði. Þú hefur ekkert lært um þetta í sálfræðinni, 13. júní persónuleikabreytinguna???
Persónulega líst mér á hvorugan persónuleikann. Spurning um að halda í sér fram yfir miðnætti og byrja ballið 14. Annars er amma hans Einar fædd 13 júní!!!
Haha:D og er hun brjalud og haettuleg?
Pingback: Einar Egilsson » Blog Archive » Spurt og svarað