“So what do they mean when they say that people who share software are pirates? They are saying that sharing software is the same thing as attacking a ship.”
Kvót frá GNU töffaranum Richard Stallmann, en ég fór einmitt á fyrirlestur hjá honum um open source og free software í staðinn fyrir að fara í stærðfræðileg reiknirit í dag. Hann var mjög töff hugbúnaðarhippi með gleraugu, sítt hár og skegg, og í mjög litskrúðugri skyrtu þannig að hann er augljóslega góður forritari. Hafði miklar meiningar um að hugbúnaður sem er ekki ókeypis og open source væri af hinu illa og að við ættum bara að nota “free software”. Er greinilega ennþá mjög bitur yfir því að Linus Torvalds fær allt kreditið fyrir Linux, sem Richard Stallmann vill að sé kallað GNU/Linux. Hef aldrei séð jafnmikið af nördum á einum stað, og allt strákar!! Hámark 2 stelpur þarna. Verður víst annar fyrirlestur á morgun um “software patents”, sé til hvort ég nenni á hann.