Tannlæknir

Fór til tannlæknis í dag. Þoli ekki tannlækna og það er ekki af því að það er óþægilegt að láta bora, nei, ég þoli ekki tannlækna af nákvæmlega sömu ástæðu og ég þoli ekki bifvélavirkja: Ég er viss um að þeir eru að svindla á mér! Alltaf þegar ég fer með bíl í viðgerð er ég viss um að þeir séu að laga eitthvað sem þarf ekki að laga og ég get ekki sagt neitt því ég veit ekkert um bíla. “Við löguðum diskana en við skiptum líka um öxulhosu, hún var rifin”. Ehh, ok, ef þú segir það. Svo nota þeir einhver stór orð sem ég skil ekki, einsog “rifin öxulhosa”, “bilaður straummælir í hleðslukerfinu” eða “vantar bæði framdekkin”, svo það sé nú alveg öruggt að ég geti ekki mótmælt. Og þetta er nákvæmlega eins með tannlækna, hann lagaði einhverja “skemmd” hjá mér í dag sem ég hef aldrei fundið fyrir og hefur örugglega aldrei verið þarna, hann hefur bara vantað pening og venjuleg skoðun er ekki nógu dýr. Og hvað getur maður svo sagt þegar tannlæknirinn kemur og segir að það sé brotin fylling og hann þurfi að skipta um viftureim í manni? Ekkert, því maður er með munninn fullan af bómullartöppum, slefi og tannlæknaputtum! Svo ef tannlæknirinn er blankur og langar að gera einhverja virkilega brútal og dýra aðgerð þá deyfir hann mann fyrst svo tungan á manni verður jafnstór og fíll og þá er alls ekki hægt að tala til að segja honum að þetta sé nú bara eitthvað rugl, þessi tönn sé í fínasta lagi! Eitt allsherjar samsæri!!

</biturleiki>

3 thoughts on “Tannlæknir

  1. Hrannar

    úff, dont get me started on tannlæknar :S
    ég lenti líka í einum um daginn… það eina sem ég uppskar eftir það var 1.5klst kvöl og pína, skakkt bit og tómt veski…

    ef að tannlæknar eru verkfæri djöfulins hvað eru þá verkfærin þeirra?!?!?

Comments are closed.