Monthly Archives: December 2004

Ný kvikmyndagetraun

Var að horfa á The Great Outdoors með Dan Akroyd og John Candy. 80’s grínmyndir klikka aldrei :). Í tilefni af því er hérna ný kvikmyndagetraun, léttari en síðast. Það er til mikils að vinna því að í verðlaun er hálfslíters dós af Egils jólaöli, óopnuð. Ef fólk sem býr í Bretlandi vinnur getur það vitjað vinningsins þegar það kemur heim í jólafríinu ;). Kommentin eru falin þangað til kl. 12 á þriðjudag, þá kemur í ljós hver vinnur.

  1. “You know there’s nothing wrong with that name.”
    “There *was* nothing wrong with it… until I was about 12 years old and that no-talent ass clown became famous and started winning Grammys.”
  2. Arquillian battle rules: first we get an ultimatum, then a warning shot, then a galactic standard week to respond.
  3. You’re just jealous because I’m a genuine freak and you have to wear a mask.
  4. You do too much! You’re not Superman you know.
  5. I demand the sum… OF 1 MILLION DOLLARS!
  6. “Do not try and bend the spoon. That’s impossible. Instead… only try to realize the truth.”

    “What truth?”

    “There is no spoon.”

Súpererfið bónusspurning: Hvað er sameiginlegt með myndunum í spurningum 2, 3 og 4?

Lokaverkefnisundanúrslit

Jæja, erum búnir að strika Icelandair útaf listanum yfir möguleg lokaverkefni. Leiðinlegt, þar sem þeir voru tilbúnir að senda okkur til Frankfurt til að kynna verkefnið í lokin en mig langar ekki að eyða 3 mánuðum í að parsa html á 20 mismunandi vefsíðum.

Þau fyrirtæki sem eru nú eftir eru:

  1. Libra: Góð kaffivél + sparkly vatn + kók og nammi innanhúss.
  2. Betware: Foosball + píluspjald + góð kaffi og vatnsvél + risastórt cutout af Clint Eastwood og Marilyn Monroe. Það væri nú ekki slæmt að hafa Clint við hliðina á sér þegar maður er að forrita!
  3. Marorka: Venjuleg kaffivél, venjuleg vatnsvél. Gott útsýni.
  4. LH-Tækni: Ekki búnir að fara á fundinn.
  5. Icelandair: Ferð til Frankfurt.

Erfitt val, en Libra og Betware eru að slást um toppsætið a.m.k. núna…

Pirringur dagsins

Pirringur dagsins:

  1. Flaug á hausinn í þessari %/%/#%”#% hálku og er allur rennandi blautur :S. Tölvan skall í jörðina í leiðinni en virðist vera í lagi.
  2. Windows 98 er mest pirrandi stýrikerfi í heimi, sérstaklega þegar maður hefur ekki aðgang að netinu og það vill ekki styðja USB almennilega!!
  3. Fólk sem svarar ekki tölvupósti.
  4. Tölvan mín virðist gjörsamlega ekki geta installað neinu nýju hardware-i án þess að vera með eitthvað vesen.

Gott dagsins:

  1. Fyrirtækið sem við vorum á fundi hjá í dag, Betware, er með foosball borð og píluspjald í fundarherberginu sínu…