Karlmennska

Hmmmm, ég er einn heima og það er ekkert nema Bachelorette í sjónvarpinu. Ekki gott! Nú verð ég að gera eitthvað svakalega karlmannlegt á eftir til að bæta þetta upp, t.d. fá mér bjór, sparka í dekkin á bílnum mínum eða bora í vegg. Eina vandamálið er að ég á ekki bjór, Karen er á bílnum og borvélin er hjá pabba. Kannski ég fari og kýli nágrannann í öxlina eða fari í Húsasmiðjuna og kaupi mér hamar.

5 thoughts on “Karlmennska

  1. Hrannar

    Hehe, greinilegt að sumir hafa eitthvað lítið að gera 😉
    Ég skal drekka einn bjór fyrir þig og ef þegar ég er farinn að finna á mér skal ég bora í veggina heima 😀

Comments are closed.